Dýr í rekstri

Sennilega munu margir Bandaríkjamenn minnast þessa umdeilda forseta að hann hafi reynst Bandaríkjamönnum að öllum dýrasti forseti frá upphafi. Fá stríð að fornu né nýju, hefur reynst öllu dýrara og tilgangslausara en þetta dæmalausa Írakstríð sem hófst af álíka ómerkilegu tilefni og flest fyrri stríð. Nú hafa Bandaríkjamenn misst fleiri hermenn en sem þau mannslíf sem voru drepin í árásunum 11. sept. 2001. Þá eru þeir tugþúsundir bandarískra hermanna sem sneéru heim kvaldir á sál og líkmama, margir sennilega betur liðnir en lífs, þvílík sjón að sjá þá af þessum hryllingi. Í þýska blaðinu Stern var birt mjög sláandi grein í upphafi þessa árs af einu þessara fórnarlamba mr. Bush: Hermaður sem hafði gengist undir tug aðgerða í þeim tilgangi að lappa upp á andlit hans, gifti sig ástmey sinni. Og auðvitað kom boðflennan Bush í brúðkaupið og þá var að sögn viðstaddra kátt í kotinu.

Eitt er þó ánægjulegt varðandi þennan umdeilda forseta: Íslendingar urðu loksins herlaus þjóð á nýjan leik. Óskandi er að stjórnendur landsins, landsfeðurnir og landsmæðurnar forði oss frá þessum hernaðarkrossi sem fólgin er í að kosta upp á ímyndaða hervernd nokkurra herflugvéla. Kannski kæmu myndir af þessum hernaðartólum að jafnmiklu eða jafnvel meira gagni og nærvera þeirra sjálfra. 

Mosi


mbl.is Forsetinn hlaut vafasaman heiður í Hollywood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband