3.10.2007 | 21:08
Gríðarleg arðsemisvon
Eðlilegt er að áhætta og ábyrgð sé deilt mili fyrirtækja. Þetta þekkist bæði í banka og tryggingabransanum: að koma áhættunni yfir á sem flestra aðila því ef kemur skellur, að hann lendi bróðurlega og systurlega á öllum fyrirtækjum og skaði sérhvers fyrirtækis sé lágmarkaður!
Útrás Íslendinga í orkumálum hefur vakið mikla athygli hvarvetna í veröldinni. Þekking okkar og reynsla er mjög mikil og má t.d. nefna þegar borframkvæmdir voru framkvæmdar á Azoreyjum fyrir um áratug eða svo milli fjölmargra fyrirtækja. Íslenska fyrirtækið Jarðboranir með sína miklu reynslu tóku þátt í verkefnum sem verktakar. Þegar allur kostnaður var gerður upp kom í ljós að borkostnaður Jarðborana var einungis 5% af meðalborkostnaði við hverja holu! Hin fyrirtækin höfðu sama og enga reynslu í borun þar sem laus jarðlög voru fyrir, allt í einu hrundi holan og allt stóð fast. Meðan allt gekk vel fylltust menn bjartsýni, pöntuðu heimflutning kannski mánuði fyrr fyrir mannskap og borbúnað en allt í einu hrundi holan og allt stóð fast: oft tók langan tíma að losa borinn og ljúka því sem ljúka þurfti meðan okkar Jarðborunarmenn fóðruðu holurnar þegar svo stóð á og náðu langbesta árangrinum fyrir vikið. Nú er svo komið að stjórnvöld á Azoreyjum hafa helst ekki viljað ræða við aðra borvertaka en okkar fyrirtæki Jarðboranir eða öllu heldur dótturfyrirtæki þess. hfur það verið nánast áskrifandi að nær öllum mikilsverðum borverkefnum á Azoreyjum og hafa verið reistar gufuaflsstöðvar þar.
Þetta er aðeins mjög einfalt dæmi um hvað málið snýst. Við Íslendingar höfum náð undraverðum árangri í nýtingu jarðhita á undanförnum áratugum sem vakið hefur heimsathygli, nú síðast í Kína þar sem forsetinn okkar nánast brillérar! Allt okkar þekkingu og reynslu að þakka!
Það er einmitt þetta sem er að gerast: við erum fyrst núna að sýna hvað í okkur býr. Íslendingar erum þekktir fyrir að vera útsjónasamir og bregðast vel við öllum óvenjulegum uppákomum. Í staðinn fyrir að brotna saman ígrundum við gaumgæfilega hvað þarf að gera og hvernig bregðast þurfi við öllu því sem kann að koma upp á.
Og það er einmitt núna sem útrásin er að byrja fyrir alvöru: í Þýskalandi, Kína, Kaliforníu og víða um heim. Við höfum dálítið forskot á aðrar þjóðir en kannski varir það ekki lengi. Við hyggjumst því á djupbornair sem eru mun áhættusamari en geta ef vel tekst til orðið mun arðbærari boranir en grynnri holur og gefið meiri orku hver borhola.
Við eigum að treysta okkar fólki, hugvit okkar, þekking og reynsla er fyrst núna metin til einhvers meira en nokkurra fiska!
Mosi hefur fylgst gjörla með þessu ævintýri allt frá því að fyrsta ríkisfyrirtækið var einkavætt fyrir um hálfum öðrum áratug. Það voru Jarðboranir ríkisins sem voru í helmingseigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Að fyglajst með þessu fyrirtæki, sækja aðalfundi þess gegnum tíðina hefur verið nánast ævintýri líkast.
Fyrir nokkrum misserum voru Jarðboranir yfirteknar af eignarhaldsfélaginu Atorku sem seldi síðan fyrirtækið áfram fyrr á árinu Geysir Green Energy. Þá voru allmargir milljarðar innleystir enda eru Jarðbornair mjög vel rekið fyrirtæki með mjög velfærum og varkárum stjórnendum og afburða starfsmönnum. Það er gullmoli í íslenskri fyrirtækjaflóru og á vonandi eftir að verða hinum nýju eigendum sínum vaxandi auðsuppspretta með nýjum og stórtækari verkefnum hvarvetna í veröldinni en verið hefur fram að þessu.
Bormenn Íslands eru okkar stolt!
Mosi - alias
Bjarni verður stjórnarformaður sameinaðs félags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.