28.9.2007 | 18:13
Nútímalegt fangelsi
Já fangelsi eru því miður óskemmtilegur veruleiki. Oft er fólk fljótt að kveða upp dóma og vill dæma hart. Það er að mörgu leyti skiljanlegt. En er allt sem sýnist?
Fangelsi eru alltaf neyðarúrræði og hafa sjaldan bætt nokkurn mann. Þau eru rándýr í rekstri. Fyrir langt löngu lýsti meira að segja virtur prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands yfir því í fyrirlestri að ódýrara væri fyrir þjóðfélagið að vista fanga á Hótel Sögu en á Litla Hrauni!
Spurning er hvernig við getum nýtt skattpeningana sem hagkvæmast í heildina séð en það eru ekki allir stjórnmálamenn sammála um leiðir.
Eitt af því sem þarf að bæta verulega úr er að gefa mönnum sem bíða dóms kost á að fara í afeiturnarmeðferð. Flestir afbrotamenn eru langt leiddir eiturlyfjafíklar sem gera sér sáralitla grein fyrir ábyrgð sinni í samfélaginu. Í huga þessara manna er oft aðeins hugsað um líðandi stund þar sem allt gengur út á að afla sér verðmæta með hvaða aðferðum sem gefst til að fjármagna næstaneysluskammt.
Afeitrunarmeðferð er mjög róttæk aðferð sem reynir mjög á sál og líkama fangans. Hún er einnig mjög kostnaðarsöm fyrir samfélagið því sjúklingurinn þarf að njóta góðrar læknismeðferðar og aðhlynningar. En ef um 10% afbrotamanna myndu vilja gangast undir þessa meðferð og hljóta lækningu að einhverju leyti - er það ekki e-ð til að stefna að? Kannski að þessi 10% eftir meðferð geti eftir því sem þeim vex aftur vit og líkamlegur máttur, að þeir geti orðið mikilsverðir liðsmenn í baráttunni gegn fíkniefnanotkuninni sem er ærið fyrir?
Mosi hvetur eindregið alla þá sem tjá sig um málefni fanga og vilja gjarnan dæma hart að lesa skáldsöguna Les Misérables eða Vesalingarnir (1862) eftir franska rithöfundinn Victor Hugo (1802-1885). Sú skáldsaga segir frá fanga nokkrum á flótta sem lenti fyrir tilviljun vitlausu megin við lögin. Hann hóf afbrotaferil sinn með því að hnupla brauðhleyf og varð að þræla í grjótnámu við illa vist. Honum tekst að strjúka og fyrir undursamlega tilviljun verður byskup nokkur á vegi hans þar sem hann nýtur næturgistingar. Fanginn launar byskup greiðann með því að láta greipar sópa um öll helstu verðmæti þau sem hann kemst yfir á byskupssetrinu og lætur sig svo hverfa út í dimma nóttina. Daginn eftir drepa verðir laganna á dyr byskups. Voru þeir komnir með pokaskjattann með verðmætunum sem stolið höfðu verið og fangann umkomulausa í járnum milli sín. Byskupinn áttar sig strax á, að þessi aumkunarverði vesalingur á ekkert gott skilið en hann miskunnar sig yfir honum, kveður yfir að mikill misskilningur sé kominn upp því hann hafi gefið þessum manni þessa muni. Kvað hann hafa meira gagn af þeim en sig! Lögreglumennirnir urðu heldur en ekki hlessa og vissu vart hvaðan á þá stóð veðrirð en fanginn varð öllu meira hissa á þessu miskunnarverki!
Þarna verður mikilvægur vendipunktur í sögu þessa manns sem upp frá þessari stundu einbeitti sér að gera allt sem í hans valdi stóð að verða ekki aðeins betri maður, heldur einnig að láta gott af sér leiða í samfélaginu. Það gengur eftir og hann verður mætur maður sem atvinnurekandi og síðar borgarstjóri í borg þar sem allt gengur eftir. Miklar tækniframfarir verða í þessu samfélagi og borgarbúum vegnar mjög vel. Síðar kemur þar við sögu að annar vendipunktur kemur upp þegar refsiglaður fjandmaður í líki lögreglustjóra kemur í bæinn og uppgötvar þennan gamla strokufanga sem einu sinni náði að flýja réttvísina.
Kannski við eigum okkar Jón Hreggviðsson sem hliðstæðu þessarar persónu að breyttum breytanda. Hann kemur sér undan réttvísinni og réttlætinu, flýr norður á Strandir og kemur sér í duggu til Hollands og áfram til Kaupmannahafnar. Jón er tengipersóna elskenda og er sjálfur í upphafi sögunnar grunaður um alvarleg afbrot sem leiddu af snærisleysi en oft hefur þessi blessaða þjóð Íslendingar lent í verstu vandræðum vegna smámuna.
Kannski við eigum að gera Les Misérables að skyldulesningu í fangelsum landsins og sjálfsagt víðar meðal þeirra þar sem harðir dómar eru stöðugt að stinga sér niður. Er ekki miskunnsemin það sem fyrst kemur í huga þegar e-ð alvarlegt kemur upp? Auðvitað er samúðin með þeim sem verður fyrir skaða en meðvirkni ber einnig að sýna þeim sem veldur.
Það á auðvitað ekki að gefa eftir að ekki má taka neinum vettlingatökum á alvarlegum afbrotum. Fangi verður að fá að athuga vel sinn gang: er hann tilbúinn að takast á við það erfiða að gangast undir afeitrun sem vissulega er líkast að vera kjöldreginn gegnum helvíti að sögn kunnugra? Eða á að fara í þetta endalausa reiðuleysi skammsýni og kæruleysi þar sem botnlaust hyldýpi vandræða blasir hvarvetna við?
Nýtt og velbúið fangelsi er landinu nauðsyn. En hvernig verður það búið? Við verðum að leggja áherslu á að þar geti farið fram afeitrun og að föngum sé veitt sú þjónusta sem getur leitt þá aftur til beinu bratuarinnar.
Ef félagsleg úrræði gleymast - má þá ekki alveg eins dubba dálítið upp á Litla-Hraun eða senda fangana í afplánun á Hótel Sögu?
Mosi - aliasÞrír milljarðar í heildaruppbyggingu fangelsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 243410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein og þörf umræða/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 30.9.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.