5.9.2007 | 20:54
Sýndarmennska
Að Íslendingar hafi verið með einn friðargæslumann í ófriðarlandi er eins og hver önnur sýndarmennska. Hefði ekki verið eins góð ráðstöfun að senda mynd af þeim spaugstofumönnum í essinu sínu þegar þeir skelltu sér á gæsaskitterí hérna um árið?
Íslendinga skorti alla þekkingu á hernaði auk þess er stríð það sem Bush hóf í Írak með því flóknasta sem um getur í sögunni. Aldrei hefur herliði tekist að berjast gegn skæruliðaher sem birtist allt í einu öllu skipulögðu herliði á óvart og hverfur jafn skyndilega eins og jörðin hafi gleypt með húð og hári.
Mosi tekur ofan hattinn í virðingarskyni fyrir skynsamlegri ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar. Hins vegar er hann alveg agndofa yfir ábyrðarlítilli yfirlýsingargleði forveru hennar, Valgerði frá Lómatjörn. Auðvitað getur fyrrum ráðherra boðist til að skjótast suður eftir og gerast fulltrúi Framsóknarflokksins í þessu tilgangslitla stríði en auðvitað á eigin ábyrgð.
Mosi - alias
Geir: Hefði ekki kallað starfsmanninn heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er auðvitað hægt að kalla það sýndarmennsku að vera með einn friðargæsluliða, og auðvitað er það frekar aumt, að hafa bara einn. En það er samt framlag til málanna, og líklega þokkalega gott, miðað við höfðatölu þjóðarinnar. Stríðið í Afghanistan og/eða Írak er ekkert flóknara en hundruð annarra stríða, þar sem innrásarherinn þarf að glíma við innlenda skæruliða af ýmsu tagi. Það sem veldur vandræðunum, er það að bandaríski eða alþjóða herinn er þarna í skötulíki, eða þannig að hann getur ekki, eða fær ekki að beita sér af fullum krafti, vegna pólítískra ákvarðana um mannafla, fjármagn og því um líkt. Í Þýskalandi eftir nasismann, var annað uppi á teningnum, og tókst að hreinsa Þýskaland af nasisma á nokkrum áratugum. En kostnaðurinn, ætli hann hafi nokkurn tímann verið reiknaður að fullu.
Njörður Lárusson, 5.9.2007 kl. 21:29
Ónei þar ferðu ekki með rétt mál Njörður: í Þýskalandi hófu Bandaríkjamenn gömlu nasistana til metorða á hernámssvæði sínu, í Bayern. Það skýrir vel hve þeir svörtu, þ.e. þýska íhaldið hefur alltaf verið óvenjusterkt sterkt um þær slóðir. Ástæðan fyrir þessari umdeildu ákvörðun var auðvitað sú að þeir amerísku vildu brúa bilið milli nasismans og óvissutímann sem beið þeirra eftir heimstyrjöldina. Engir aðrir en gömlu valdamennirnir voru tiltækir að taka að sér héraðsstjórnun og því hefur þetta verið neyðarúrræði. Sama má segja um hernámssvæði Rússa en þó með öfugum formerkjum. Þeir sem sýndu kommúnismanum tryggð og traust voru umsvifalaust teknir inn í stjórnkerfið og látnir stjórna í þágu hagsmuna Rússa. Söguna þarf ekki að rekja nánar hvers konar „sæluríki“ þar komst á um tíma og verður þessari stjórnmálastefnu æ síðan til lítils framdráttar nema síður sé.
Við megum forðast að einfalda söguna sem er troðfull af ýmsum kostulegum mótsögnum. Skæruliðahernaður hefur þekkst frá fornu fari. Napóléon átti ekki aðeins í vandræðum fyrir ríkisher austur í Garðaríki 1812 heldur fyrir skæruliðum á Spáni nokkrum árum fyrr. Hrakfarir Frakka var þeim þar ekki síður til að þeir urðu að hafa þar allfjölmennt setulið.
Víetnam stríðið var þáverandi voldugasta herveldi heims til mikillar háðungar og sama saga endurtók sig hjá Rússum í Afganistan.
Mæli með að sem flestir kynni sér gamalt klassískt rit um hernað eftir Carl von Clausewitz sem til er í ágætri enskri þýðingu: On war. Þar kemur m.a. fram að það er heimskinginn sem fer fram í stríði án þess að gera sér ekki einhverja grein fyrir því hvernig á að ljúka því. Ekki dugar eingöngu að vera með velþjálfað og útbúið hörkulið heldur þarf að gæta að því að engar brýr séu brenndar að baki. Annars hafa diplómatískar aðferðir dugað betur en kanónurnar. Það þekkjum við Íslendingar mjög vel í þorskastríðunum. Við gátum aldrei gert okkur minnstu vonir um sigur með byssum úr Búastríðinu en þær dugðu þó ágætlega og vonandi sem lengst enn.
Höfundurinn var prússneskur liðsforingi og barðist með Blücher og Wellington gegn Napóléon 1815.
Buish hefði betur átt að sökkva sér í þessa frægu bók og leggja stríðsáætlanir sínar á hilluna á meðan. Ætli hann væri ekki enn að stauta sig fram úr textanum?
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 5.9.2007 kl. 22:01
Það hafa mun fleiri skæruherferðir misheppnast en heppnast. Þessi hernaðaraðferð hefur þó oft reynst nokkuð vel gegn erlendum herveldum sem hafa takmarkað pólitískt úthald til hernaðarins.
Ef þú hefðir lesið Clausewitz aðeins betur myndir þú leggja annan skilning í Þorskastríðin. Íslendingar og Bretar voru bandamenn í NATO og það var aðalástæða þess að Bretar gátu ekki beitt hervaldinu af miklum þunga. Eins voru Íslendingar mikilvægir bandamenn Bandaríkjamanna og það olli því að þeir beittu Breta þrýstingi. Ég myndi nú varla nefna þorskastríðin stríð en það skiptir litlu máli. Það sem skiptir máli er að það vald sem báðir aðilar notuðu var það mesta sem samræmdist hagsmunum þeirra. Það eru engar skýrar línur á milli hernaðarlegra og diplómatískra aðferða. Stríð er bara ákveðin tegund af diplómatíu.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 02:10
Þorskastríðin voru vegna hagsmunaárekstra sem ekki gátu farið saman. Öll stríð eru fyrst og fremst vegna hagsmunaárekstra sem hafa verið tekin grafalvarlegra. Svo langt gekk t.d. í fyrri heimstyrjöldinni að prestar voru kallaðir til að leggja blessun á fallstykkin að þau næðu í nafni Drottins að granda sem flestum óvinum!! Voru það ekki hagsmunir sem leiddu þjóð'höfðinga út í þann ófyrirgefanlega hildarleik?
Þó minnist Mosi eins stríðs sem var háð í Suður Ameríku fyrir um aldarfjórðung og var vegna einstaks áhuga fyrir fótboltasparki þar í álfu. Þar sem úrslitin fóru öðru vísi en ætlað var, sagði annað landið hinu stríð á hendur!! Gaman hefði verið að heyra álit Clausewitz á þeirri skrítnu deilu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.9.2007 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.