Hver hefur hagsmuni af ferjuklúðrinu?

Þetta klúður kringum þetta endemis ferjumál er ekki til þess fallið að auka traust meðal íslenskra ráðamanna. Ríkisendurskoðandi hafði sett fram mjög málefnalega gagnrýni á þessu og ljóst er að mjög óvenjuleg leið var farin sem gekk þvert á það sem Alþingi hafði á sínum tíma samþykkt með fjárlögunum. Þar er heimildaákvæði um að selja mætti ferjuna sem notuð hefur verið fram aðþessu og nota söluverðið ásamt tilteknu viðbótarframlagi úr ríkissjóði til að festa kaup á annari ferju betri. 

Ríkisendurskoðandi bendir á að ekki hafi verið farið eftir verklagsreglum stjórnsýslu. Þá er það yfirmaður ríkisendurskoðandans, sjálfur fjármálaráðherrann sem veitir undirmanni sínum snupru með því að segja að þetta sé gömul venja í stjórnsýslunni!!!!

Mosa finnst þetta grafalvarlegt hneyksli. Ferjumálið með öllum þeim uppákomum bókstaflega bliknar við þessa yfirlýsingagleði ráðherrans sem er yfirmaður eins mikilvægasta ráðuneytisins: að fara með fjárreiður íslenska ríkisins. Ríkisendurskoðandi er að vinna vinnuna sína, honum ber lagaleg embættisskylda að fylgjast með að fjármunir íslenska ríkisins sé varið eftir sem ákveðið er í fjárlögum og gefa ráðherra skýrslu þegar brestir verða á þeim verklagsreglum sem fara ber eftir þegar um opinberar fjárreiður er að ræða. Hvort einhverjar óvenjur einstakra ráðamanna eigi að ganga fjárlögum ofar er vægast sagt gjörsamlega óskiljanlegt. Í lögfræðinni er forgangsröð réttarheimilda: æðst er stjórnarskráin, þá önnur landslög en þó þannig að ef einhver kostnaður fylgir að framfylgja þeim, þá verður að doka að uns fjárveiting til þess hafi verið samþykkt á Alþingi með fjárlögum. Reglugerðir og tilskipanir ráðherra eru marklausar nema gert sé ráð fyrir þeim í lögum og þau hafi öðlast gildi. Meginreglur og eðli máls ásamt öðrum heimildum geta verið óljós hvað þá venjur sem þarf þá að sanna af þeim sem ber fyrir sig slíkt. Því miður hefur fjármálaráðherra ekki útskýrt þessar venjur í hverju þær eru fólgnar en ljóst er að með umdeildri ákvörðun hafa tveir ráðherrar brugðist eðlilegum væntingum landsmanna til landsfeðra sinna. 

Hrossalækningar voru áður fyrr stundaðar þegar ekki náðist í lærðan dýralækni og þóttu neyðarúrræði. Þær þóttu oft grófar og mislukkuðust því miður mjög oft.

Nú er lærður dýralæknir í æðsta embætti sem tengist fjárreiðum íslenska ríkisins. Þar er um að tefla mjög mikla fjármuni og það er hlutverk ekki aðeins ríkisendurskoðenda heldur einnig fjármálaráðherra að fylgjast gjörla með að opinbert fé verði eins vel varið og unnt er og farið verði eftir þeim reglum sem gildir í stjórnskipun og stjórnarfari landsins. Þessi sami ráðherra og lærður dýralæknir vill nú grípa til hrossalækninga á einhverju versta klúðri sem upp hefur komið. Það á að skamma ríkisendurskoðanda að vinna vinnuna sína og draga aðra til ábyrgðar, klína sökinni á verkfræðing sem sjálfsagt hefur gefið út einhverja yfirlýsingu í góðri trú um betra ástand skipsins en síðar reyndist koma í ljós. En hver átti hagsmuni að gæta að þessi gamla og lúna ferja var keypt til landsins? Naut einhver mikilvægur hagsmunaaðili verulegra hagsmuna af þessari umdeildu ákvörðun?

Auðvitað á fjármálaráðherra að skipa sér á bak við samviskusaman ríkisendurskoðanda og gefa þá sjálfsögðu yfirlýsingu að alvarleg mistök hafi orðið. Og það verði að koma í veg fyrir að svona lagað  geti endurtekið sig og að sá sem hefur misstigið sig, taki á sig ábyrgðina.

Hvernig væri að þeir ráðamenn sem málið varðar, líti í eiginn barm, leggi spilin á borðið og geri þjóðinni glögga grein fyrir hver beri pólitíska ábyrgð á þessu slæma klúðri? Að öðrum kosti má fyllilega gera ráð fyrir að öldur þessar lægi ekki fyrr en þjóðin krefst afsagnar þeirra.

Mosi - alias 

 

 

 


mbl.is Ósáttur við að sitja undir ærumeiðingum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband