3.9.2007 | 22:29
Hver hefur hagsmuni af ferjuklúðrinu?
Þetta klúður kringum þetta endemis ferjumál er ekki til þess fallið að auka traust meðal íslenskra ráðamanna. Ríkisendurskoðandi hafði sett fram mjög málefnalega gagnrýni á þessu og ljóst er að mjög óvenjuleg leið var farin sem gekk þvert á það sem Alþingi hafði á sínum tíma samþykkt með fjárlögunum. Þar er heimildaákvæði um að selja mætti ferjuna sem notuð hefur verið fram aðþessu og nota söluverðið ásamt tilteknu viðbótarframlagi úr ríkissjóði til að festa kaup á annari ferju betri.
Ríkisendurskoðandi bendir á að ekki hafi verið farið eftir verklagsreglum stjórnsýslu. Þá er það yfirmaður ríkisendurskoðandans, sjálfur fjármálaráðherrann sem veitir undirmanni sínum snupru með því að segja að þetta sé gömul venja í stjórnsýslunni!!!!
Mosa finnst þetta grafalvarlegt hneyksli. Ferjumálið með öllum þeim uppákomum bókstaflega bliknar við þessa yfirlýsingagleði ráðherrans sem er yfirmaður eins mikilvægasta ráðuneytisins: að fara með fjárreiður íslenska ríkisins. Ríkisendurskoðandi er að vinna vinnuna sína, honum ber lagaleg embættisskylda að fylgjast með að fjármunir íslenska ríkisins sé varið eftir sem ákveðið er í fjárlögum og gefa ráðherra skýrslu þegar brestir verða á þeim verklagsreglum sem fara ber eftir þegar um opinberar fjárreiður er að ræða. Hvort einhverjar óvenjur einstakra ráðamanna eigi að ganga fjárlögum ofar er vægast sagt gjörsamlega óskiljanlegt. Í lögfræðinni er forgangsröð réttarheimilda: æðst er stjórnarskráin, þá önnur landslög en þó þannig að ef einhver kostnaður fylgir að framfylgja þeim, þá verður að doka að uns fjárveiting til þess hafi verið samþykkt á Alþingi með fjárlögum. Reglugerðir og tilskipanir ráðherra eru marklausar nema gert sé ráð fyrir þeim í lögum og þau hafi öðlast gildi. Meginreglur og eðli máls ásamt öðrum heimildum geta verið óljós hvað þá venjur sem þarf þá að sanna af þeim sem ber fyrir sig slíkt. Því miður hefur fjármálaráðherra ekki útskýrt þessar venjur í hverju þær eru fólgnar en ljóst er að með umdeildri ákvörðun hafa tveir ráðherrar brugðist eðlilegum væntingum landsmanna til landsfeðra sinna.
Hrossalækningar voru áður fyrr stundaðar þegar ekki náðist í lærðan dýralækni og þóttu neyðarúrræði. Þær þóttu oft grófar og mislukkuðust því miður mjög oft.
Nú er lærður dýralæknir í æðsta embætti sem tengist fjárreiðum íslenska ríkisins. Þar er um að tefla mjög mikla fjármuni og það er hlutverk ekki aðeins ríkisendurskoðenda heldur einnig fjármálaráðherra að fylgjast gjörla með að opinbert fé verði eins vel varið og unnt er og farið verði eftir þeim reglum sem gildir í stjórnskipun og stjórnarfari landsins. Þessi sami ráðherra og lærður dýralæknir vill nú grípa til hrossalækninga á einhverju versta klúðri sem upp hefur komið. Það á að skamma ríkisendurskoðanda að vinna vinnuna sína og draga aðra til ábyrgðar, klína sökinni á verkfræðing sem sjálfsagt hefur gefið út einhverja yfirlýsingu í góðri trú um betra ástand skipsins en síðar reyndist koma í ljós. En hver átti hagsmuni að gæta að þessi gamla og lúna ferja var keypt til landsins? Naut einhver mikilvægur hagsmunaaðili verulegra hagsmuna af þessari umdeildu ákvörðun?
Auðvitað á fjármálaráðherra að skipa sér á bak við samviskusaman ríkisendurskoðanda og gefa þá sjálfsögðu yfirlýsingu að alvarleg mistök hafi orðið. Og það verði að koma í veg fyrir að svona lagað geti endurtekið sig og að sá sem hefur misstigið sig, taki á sig ábyrgðina.
Hvernig væri að þeir ráðamenn sem málið varðar, líti í eiginn barm, leggi spilin á borðið og geri þjóðinni glögga grein fyrir hver beri pólitíska ábyrgð á þessu slæma klúðri? Að öðrum kosti má fyllilega gera ráð fyrir að öldur þessar lægi ekki fyrr en þjóðin krefst afsagnar þeirra.
Mosi - alias
Ósáttur við að sitja undir ærumeiðingum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.