Ofbeldisaðgerðir borga sig aldrei

Einkennilegt er að sumt fólk virðist seint og jafnvel aldrei skilja að friðsöm mótmæli eru yfirleitt mun áhrifaríkari en hávaðinn, hrokinn og ofbeldið.

Heimsbyggðin minnist Gandhis sem nánast sigraði Breta þó svo hann væri vopnlaus en barðist gegn ofbeldinu. Enginn man lengur hver stjórnaði breska heraflanum gegn andófi Indverja sem Gandhi var aðalmaðurinn í.

Og í seinni tíð munum við mikilmennisins Nelson Mandela. Af hverju er hann ekki oftar góð fyrirmynd þeirra sem vilja breyta samfélaginu? Þessi maður sem sat bak við lás og slá i nær 30 ár kom í veg fyrir hræðilegt uppgjör sem allt stefndi í þegar apartheitstefnan í Suður Afríku leið undir lok.

Við Íslendingar getum tekið þessa menn einnig til fyrirmyndar. Stjórnarskrá Mandela væri t.d. mjög athyglisverð fyrirmynd að mörgum lausnum vandræða sem við sitjum uppi með norður undir heimskautsbaug. Af hverju er valdinu skipað svo hár sess í okkar stjórnarskrá en mannréttindin koma síðast? Væri ekki unnt að snúa þessu við eins og í stjórnarskrá Mandela?

Norðmenn þyrftu einnig að taka sig á og skoða hvort ekki sé unnt að bæta samfélagið. Með því mætti koma í veg fyrir svona ofbeldistilhneygingar sem segir frá í fréttinni. Skoðanaskipti eru nauðsynleg í lýðræðislegu samfélagi en hvers konar ofbeldi byggist á rangsleitni og hroka sem ekki á að vera upp á marga fiska.

Mosi - alias 


mbl.is Karlmaður ákærður fyrir að skipuleggja árásir á sendiráð í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband