Eðlileg þróun

Þegar litið er á þróun undanfarna áratugi þá hefur fiskvinnsla flust frá fiskiðjuverunum og að miklu leyti um borð í tgarana og jafnvel skipin að nokkru. Að HBGrandi flytji starfsemi sína á Akranes er því mjög eðlileg þróun.

Lóðaverð í Reykjavík hefur farið mjög hækkandi á undanförnum árum. Lóð HBGranda við gömlu höfnina er ábyggilega mjög verðmæt og fylgir væntanlega þeirri þróun sem verið hefur.

Fyrir meira en hálfri öld kom sú hugmynd að byggja hótel í Örfirisey en eftir að síldarbræðsla var byggð þar skömmu eftir stríð og olíubirgðastöð þá runnu þær góðu hugmyndir út í sandinn. Sólarlag og útsýni er mjög fagurt í Örfirisey og þó það sé sjónarsviptir af þessu merka atvinnufyrirtæki þá tekur alltaf annað við og mætti segja það vera táknrænt ef þarna byggðist hótel sem yrði ábyggilega mjög vinsælt meðal ferðamanna og gæfi góðan framtíðararð ekki síður en vel rekið útgerðarfyrirtæki sem HBGrandi. En þá þarf að finna olíubirgðastöðinni e-n annan heppilegri stað ogþví fyrr - því betra!

Hluthafar HBGranda geta ábyggilega glaðst yfir mikilli hagræðingu með þessari skynsömu ákvörðun stjórnenda. Við sem eigum dálítinn hlut í þessu mikilvægasta og stærsta útgerðarfyrirtæki landsmanna sjáum fram á að betri tíð er í vændum. Ekki dugar að gráta þó svo við þurfum að sjá eftir hluta starfsemi á vegum þessa góða fyrirtækis flutta upp á Skaga þar sem lóðir eru mun ódýrari en hér syðra.

Vonandi verður frábær hugmynd Ólafs Hvanndal prentmyndasmiðs að raunveruleika að í Örfirisey rísi fagurt hótel þar sem ferðaþjónustan gæti blómstrað um ókomna framtíð. Mosa þætti vel við hæfi að viðra þær hugmyndir sem hann lagði fram á sínum tíma á síðum Morgunblaðsins. Ólafur var merkur brautryðjandi á sínum tíma og væri mikilsvert að saga hans yrði rifjuð upp við gott tilefni en hann lést um 1954, 75 ára að aldri.

Til hamingju HBGranda menn og Akurnesingar að ógleymdum Reykvíkingum!!! Við eigum að vona það besta og framtíðin er björt framundan!!

Mosi - alias 


mbl.is Framtíð athafnasvæðis HB Granda í Reykjavík óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband