Glannaleg fréttamennska

Mosi er nánast orðlaus hve annars ágætur fjölmiðill gengur langt í frétt sem varðar tiltekinn verktaka. Mjög alvarlegt er að nafngreina tiltekinn mann og bera honum á brýn um alvarleg misferli án þess að jafnframt sé gætt þess að andmælaréttur hans sé virtur.

Svona óvönduð vinnubrögð geta dregið alvarlegan dilk á eftir sér: viðkomandi getur öðlast skaðabótarétt vegna þess að þarna er um að ræða árás gegn friðhelgi hans, heiðarleiki hans dreginn stórlega í efa, jafnvel atvinnu hans stefnt í hættu o.s.frv.

Ætli nokkur vilji nokkrum það illt að hann geti ekki borið hendur fyrir sig og varið sig? Í þessari frétt er farin leið sem kúrekar í Texas eru einna þekktastir fyrir: skjóta fyrst og spyrja svo!! Það er ekki til eftirbreytni og síst af öllu í réttarríki.

Svona tilfelli er dæmigert neytendamál og betur hefði verið að viðkomandi hefði snúið sér t.d. til Neytendasamtakanna og fengið góða og vandaða ráðleggingu hvernig best væri að fylgja málinu eftir.

Mosi 


mbl.is Varað við verktaka á vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Ég er þér hjartanlega sammála, Guðjón. Hefði ekki getað orðað það betur, og hef því litlu við að bæta.

Sigurður Axel Hannesson, 10.8.2007 kl. 14:48

2 Smámynd: skvísa

þessi kona er líklega bara í reiðiham vegna þess að hann vildi hætta hjá henni og því fer hún þessa leið kannski ætti að fjalla um hana hvers vegna hún er ókurteis eins og segir í blaðinu og ef vinnustrakarnir eru bara 16 og 17 ára hvers vegna í ósköpunum er hún að gefa þeim örfandi plástra mér er spurn

skvísa, 11.8.2007 kl. 01:39

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef rétt reynist að verktakinn hafi tekið við greiðslu fyrirfram þá ber honum að endurgreiða verkkaupanum ef hann vill leysa sig undan verkinu.

Annars eru þessar fréttir meira og minna í lausu lofti og Mosa finnst svona fréttamennska vera á ansi gráu svæði. Kannski vanþroskuðu en vonandi læra blaðamenn af mistökum sínum og vanda sig betur.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 12.8.2007 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband