8.8.2007 | 10:58
Hvað kostar svona sýning?
Allt hernaðarbrölt er rándýrt og spurninghvort fámenn þjóð eins og Íslendingar eigi að vera með í svona löguðu.
Spurning hvort við eigum ekki að nota peningana í e-ð þarfara
M;osi
Norðmenn taka þátt í varnaræfingu á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona sýning kostar 45 miljónir úr okkar vasa.
Til að setja þá tölu í samhengi þá værum við að verja árlega á milli 7-9 miljörðum í þennan málflokk ef við legðum til svipað hlutverk af VLF og Maltverjar eða Lúxemborgarar. Ef við værum á svipuðu róli og hin norðurlöndin værum við að verja á bilinu 12-19 miljörðum til varnarmála á ári. Ef við færum í sviðað hlutfall og og Bretar og Frakkar værum við í kring um 25 miljarða. Ef við værum að verja sama hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála og Bandaríkin værum við vel yfir 40 miljörðum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 12:16
Þakka ábendinguna. Fróðlegt væri að sjá heimildir.
Þessar 45 milljónir er mikið fé. Það er u.þ.b. ævitekjur flestra Íslendinga og fyrir þetta fé mætti verja til skynsamlegra ráðstafana.Heilbrigðiskerfið og skólakerfið líður skort og samgöngumálin eru ekki upp á marga fiska svo dæmi sé nefnt.
Við eigum ekki að ljá máls á svona sóun mikilla fjármuna.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.8.2007 kl. 21:05
Skynsamlegri ráðstafana?!
Heldurðu að við séum, ein þjóða, undanþegin því að þurfa vopnaðar varnir?
Heimildin er SIPRI (prósentutölur) og hagstofuvefurinn (VFL Íslands), ég man ekki addressurnar en þú getur fundið báðar síður í gegn um Google.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 01:36
Við höfum komist þokkalega af án vopna ef undan er skilið Tyrkjaránið. Í Heimaey voru varnir sem reyndust verri en nokkrar.
Árið 1809 hefði orðið blóðug átök ef hér hefðu verið vopn til varnar. Jörgen fór í land með sex háseta sem voru vopnaðir frumstæðum framhlaðningum.
Hvað ef hér hefði verið vopn og gripið til varna 10. maí 1940?
Þessi sýndarmennska með þetta varnarvesen er allveg út úr kú. Við getum ekki einu sinni greitt lögreglunni almennileg laun hvað þá kennurum, sbr. grein Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag. Hvar hyggstu góði taka auðinn til að kosta vopnaburð Íslendinga?
Mosa þætti það mjög fróðlegt enda hafa peningar aldrei vaxið á trjánum
Guðjón Sigþór Jensson, 9.8.2007 kl. 21:47
Það er athyglisvert að þú skulir nefna Tyrkjaránið sem dæmi.
Frá því um aldamótin 1500 hafði konungsvaldið sent herskip til Íslands nokkuð oft. Um 1600 voru þessar skipakomur orðnar reglulegar um hvert vor, þegar siglingatíminn hófst. Á þessum tíma dregur mjög úr átökum við útlendinga á Íslandi. Eitt árið dróst herskipskoman fram á mitt sumar. Hvaða ár skyldi það nú hafa verið? Það var árið 1627.
Varnirnar í Heimaey voru í niðurníðslu en voru bættar eftir ránið. Það var auðvitað fremur seint að byrgja brunninn þá.
En ég vil undirstrika það að Ísland var lengst af ekki herlaust land. Það var hluti af ríki Danakonungs. Það ríki hafði varnir.
Koma Jörundar fylgdi í kjölfar þess að Bretar eyddu danska flotanum 1801. Heldurðu að hann hefði komið með hásetana sína sex ef hér hefðu verið einhverjar staðbundnar varnir líka?
Við vorum heppin að það voru Bretar sem komu 1940. Ráðamenn á þeim tíma gátu ekki vitað það fyrirfram og því var það vanræksla af þeirra hálfu að hafa engar varnir. Bretar réðu hafinu og því var það borin von fyrir Þjóðverja að reyna að taka landið eftir að Bretar voru á annað borð komnir. Ef þjóðverjar hefðu hinsvegar komið fyrst er það mjög trúlegt að það hefðu orðið hörð átök hérna.
Landið er það verjanlegt að Íslenskur her hefði getað stöðvað þjóðverja í flæðarmálinu með stuðningi breska flotans. Það hefði verið mun bærilegra fyrir allan almenning.
Ef þú keyrir án öryggisbeltis og lifir það af, var það þá skynsamleg ákvörðun?
Aðrar þjóðir geta haldið upp lögreglu og skólakerfi samhliða því að halda uppi vörnum. Ef við ætlum að vera með sjálfstætt ríki hérna þurfum við bara að læra þá list. Það er langt því frá sjálfsagt að aðrar þjóðir fari að borga undir okkur endalaust í þessum efnum.
Finn hvergi greinina hans Þorvalds.
Allar staðreyndir úr Íslandssögunni sem eru notaðar hér má finna í Íslenskum Söguatlas Iðunnar. Ályktanir eru á mína ábyrgð.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 23:04
Mosa finnst nokkuð broslegt að leggja saman öryggisbelti í bíl við rándýrar hervarnir.
Tyrkjaránið 1627 kom til vegna mjög einkennilegs pólitísks ástands í Evrópu. Öll samskipti Evrópuþjóða snerist um hernaðinn milli fursta í Þýskalandi. Þessi tími hefur verið nefndur 30 ára stríðið og þá gafst möguleiki fyrir alls konar ribbaldalýð að vaða uppi. Ísland var engin undantekning.
Mér finnst vera mikill efi á að Vestmannaeyingar hefðu getað varist árás velbúinna 2ja fjandsamlegra herskipa hvorki þá né síðar.
Grein Þorvaldar var í Fréttablaðinu í gær, fimmtudag og ætti að vera öllum skyldulesning sem hafa e-ð um málefni á þessu sviði að gera.
Hvernig ætti að efla hervarnir hjá þjóð ef ekki eru fjármunir að greiða almennileg laun til lögreglumanna, kennara og annarra mikilvægra opinberra starfsmanna?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.8.2007 kl. 12:44
Öryggistómarúm er öryggistómarúm, sama hverjar ástæðurnar eru.
Þetta voru ekkert sérlega velbúin herskip, bara sjóræningjaskip.
Ef þú átt við þessa grein hérna þá sé ég engar nákvæmar tölur í henni og í raun ekkert annað en lítt rökstuddar fullyrðingar og dylgjur. Sérstaklega finnast mér kostulegar fullyrðingar um að íbúar í miðbæ Reykjavíkur þori ekki út úr húsi um helgar. Ég myndi draga þá ályktun að Þorvaldur búi einhverstaðar annarstaðar.
Öllum starfstéttum, og þá sérstaklega þeim sem þjónusta hið opinbera, finnst laun sín úr samhengi við mikilvægi sitt.
Heldurðu að við (VLF per capita $38.000) getum ekki haldið upp vörnum og skólakerfi frekar en Danir (VLF pc $37.000), Svíar (VLF pc $32.200) eða Norðmenn (VLF pc $46.300)?
Tölur eru úr CIA World Factbook, VLF tölur, aðlagaðar að kaupmætti.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.