Nauðsynlegt aðhald við skattsvikara

Gera Heimdellingar sér grein fyrir því að með því breyta þessu fyrirkomulagi um framlagningu skattskrár er verið að draga verulega úr aðhaldi við skattsvikara. Eru skattsvik einkamál skattsvikara? Vilja Heimdellingar verja skattsvik?

Mosa finnst Heimdellingar vera að taka lögin í sínar hendur sem er mjög varhugavert.  Hvað ef lögreglan er að gegna skyldustörfum sínum eigum við þá að grípa fram fyrir hendur þeirra ef okkur líkar ekki það sem lögreglan er að gera?  Er það ekki hliðstætt? Skattyfirvöld fara eftir lögunum en það gera Heimdellingar ekki með þessu umdeilda framferði sínu.

Mosi alias 


mbl.is Ungir sjálfstæðismenn lögðu fram gestabók hjá tollstjóraembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þar fyrir utan eru greiðslur til hins opinbera ekkert prívatmál. Þær eru opinberar upplýsingar og því engin ástæða til að fela þær, NEMA menn hafi eitthvað að fela.

Það liggur í hlutarins eðli að frjálshyggjuöfgafólkið sem hefur vaðið uppi á sl. áratugum og valdið margföldum skemmdum á við atvinnumótmælendurna, eru í raun að riðlast á og naga í allt sem heitir hið opinbera, því þangað greiða trúfélög þeirra sínar rentur.

Ólafur Þórðarson, 31.7.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Jón Gestur Guðmundsson

Óbreyttir borgarar eiga ekki að þurfa að góma skattsvikara það er hlutverk skattayfirvalda og efnahagsbrotadeild lögreglunar að góma skattsvikara og þessi embætti hafa aðgang að þessum upplýsingum. Þess vegna er óþarfi að birta þessar upplýsingar opinberlega.

Að birta þessar upplýsingar gerum engum greiða nema slúðurtíkum og wannabe löggum.

Jón Gestur Guðmundsson, 31.7.2007 kl. 14:25

3 identicon

Það hefur aldrei neinn verið kærður vegna skattsvika sem má rekja til þess að einhver almennur borgari hafi skoðað álagningarskrá. Þannig að það er bara vitleysa að halda því fram að þetta haldi aðhaldi að einhverjum.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 15:12

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fjölmiðlar hafa oft tekið á þessu malefni og hafið umræðu um skattskil og skattgreiðslur. Ef Heimdellingum tekst áætlunarverk sitt að harðloka fyrir þennan aðgang, þá verður tekið fyrir að fjölmiðill á borð við Frjálsa verslun geti lagt fram upplýsingar um skatt hinna ýmissa stétta þar sem upplýsingar eru settar fram á mjög aðgengilegan hátt. Unnt er að fylgjast með launaþróun ýmissa starfsstétta og fá raunhæfan  samanburð milli ára.

Mosa finnst Frjáls verslun hafa staðið sig mjög vel í þessu starfi á undanförnum árum og unnið óaðfinnanlega að þessum málum. Að öllum líkindum ættu allir sem hlut eiga að máli að vera þokkalega sáttir um form og framsetningu upplýsinga Frjálsrar verslunar enda eiga háar skattgreiðslur að vera vísbendingum að viðkomandi skattgreiðandi hafi það ágætlega. 

Einu sinni kærði Einar Benediktsson sá sami og sagt er að hafi selt Norðurljósin hérna um árið útsvar sitt til hækkunar! Þótti honum kotungsleg sú lága byrði sem á hann var lögð og taldi fyrir neðan sína virðingu sem hátekjumanni að borga lítilræði til þess opinbera! Mættu sem flestir taka sér Einar Ben. sem góða fyrirmynd í þessum efnum og borgi með bros á vör framlag sitt til sameiginlegra sjóða okkar sem við öll njótum góðs af í formi betri menntunar, heilbrigðiskerfis, samgangna o.s.frv.

Mættu Heimdellingar finna sér eitthvað gagnlegra að berjast fyrir en loka skattskrána bak við luktar dyr skattyfirvalda. Fátt óttast skattsvikar jafnmikið og umtal sem og tortryggni í þeirra garð.  Þetta fyrirkomulag verður því að teljast  ásættanlegt meðan ekkert annað hefur verið fundið upp.

Mosi

alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 2.8.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband