31.7.2007 | 13:22
Spurning um virkt lýðræði
Enn á ný fara ungir Sjálfstæðismenn hamförum út af framlagningu skattskrár. Mjög forn regla sem byggist á opnu frjálsu lýðræði að hafa þessar upplýsingar frammi vissan tíma er viss trygging fyrir því að framteljendur telji rétt fram til skatts. Fjölmiðlar hafa oft bent á hve sumir einstaklingar sem berast mikið á, leggi stundum ótrúlega lágar greiðslur til samfélagsins í formi skatta. Voru lágir skattar oft nefnd vinnukonuútsvör og þótti vera skattsvikurum mikil háðung þegar þeim var núið um nasir að greiða slík útsvör.
Mættu ungir Sjálfstæðismenn líta jákvæðari augum á þetta fyrirkomulag. Hvað vilja þeir að komi í staðinn? Á forræðishyggjann sem þeir eru sennilega ekki miklir talsmenn fyrir, að koma í veg fyrir að þeir sjái ekki kostina við núverandi fyrirkomulag? Mjög sterk rök þurfa að koma til að breyta þessu enda meðan ekkert annað betra eftirlit er til, þá er tómt mál að hverfa frá þessu.
Megi skattskrárnar vera hvatning öllum að telja rétt fram - þá styrkist hagur okkar allra og þar með grundvöllur að lækka skattana en það er auðvitað öllum í hag, líka ungum verðandi Sjálfstæðismönnum sem vilja þó bæði seint og snemma hafa vit fyrir öðrum.
Mosi alias
Er álagning einkamál? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hefur ekkert með lýðræði að gera, gerðu sjálfum þér greiða og kynntu þér hugtök áður en þu´ferð að blamera um þau.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 13:35
Það eru ekki mörg ár síðan Skúli Eggert skattrannsóknastjóri var í sjónvarpsviðtali um skattsvik. Árin á undan var mikil umræða um "vinnukonuútsvör" manna sem bjuggu í slotum og benzar fyrir utan. Fólk var hvatt til þess að hringja inn í númer á skattinum til að tilkynna um slíka hluti og kæra nafnlaust nágranna sína sem voru "augljóslega" að stela undan skatti. Hann var spurður út í þetta og hvað þetta hefði skilað sér. Svar hans var að í nærri öllum tilfellum var um að ræða að ríkið fékk sitt af húsinu, benzanum og hverju öðru sem menn klöguðu yfir. Hafi ríkisbubbinn í næsta húsi verið á vinnukonuútsvari, þá kom í ljós að hann var með húsið á leigu frá vinnuveitanda sínum eða fyrirtæki sínu, sem greiddi af því alla skatta og skyldur sem og benzanum. Viðkomandi leigði á markaðsvirði húsið, greiddi bílahlunnindi af bílnum og þar fram eftir götunum. Ríkið var ávallt að fá sitt. Niðurstaðan var sú að þeir hættu með þennan klögusíma.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2007 kl. 13:47
Sammála Guðjóni og skil ekki hvað þetta er mikið feimnismál fyrir suma....nema þá sem hafa eitthvað að fela.
Georg P Sveinbjörnsson, 31.7.2007 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.