26.7.2007 | 08:03
Framkvæmdir í þágu ferðaþjónustu
Áratugum saman er nánast ekkert gert í þágu ferðaþjónustunnar á vinsælustu stöðum sem langflestir ferðamenn koma að sjá.
Má þar nefna Geysissvæðið sem er stórvarhugavert vegna jarðhitans. Einhvern tíma fyrir langt löngu voru sett upp ógnarsmá varúðarskilti: Hætta - Danger - Fare - Pericolo. Síðan ekkert meir þrátt fyrir að nánast árlega verða slys þar sem ferðamenn eru allt í einu komnir í sjóðandi heitt vatn upp í hné. Stígurinn er einnig mjög gallaður og hefur verið merkt framtak á sínum tíma. En hann þarf að lagfæra og leggja milli Blesa og Strokks.
Annar vinsæll ferðamannastaður ekki fjarri er Gullfoss. Fremur lítið hefur stígurinn sem Sigríður Tómasdóttir lagði fyrir um öld, verið lagaður að öðru leyti utan að fyrir um 10 árum var settur ofaníburður og sett upp einfalt handrið ásamt örfáum tröppum þar sem stígurinn er brattastur. Síðan fer engum sögum af framkvæmdum á vegum opinberra aðila, fyrirtækja né þeirra sem málið varðar. Í síðustu viku hrundi framan úr stallinum sem ferðamenn klöngrast gjarnan upp á neðan við efri fossbrúnina, sumir með miklum erfiðismunum einkum þeir eldri. Ekki ætti að vera mikið mál að bæta þennan stíg og auk þess setja upp merkingar sem eru bráðnauðsynlegar.
Fyrir nokkrum vikum kom Mosi að Gunnuhver á Reykjanesi með erlenda ferðamenn. Af ummerkjum að dæma hafði orðið sprengigos þar nýverið, bílastæðið og frumstæðar merkingar á svæðinu voru alþaknar þykkri hveradrullu. Þessu svæði þyrfti hreinlega að loka enda er það stórhættulegt í alla staði en ekki hefði þurft að spyrja um hættuástand ef þessi sprenging hefði átt sér stað þegar ferðafólk hefur verið á svæðinu.
Annað hliðstætt svæði er hverasvæðið við Seltún sunnan við Kleifarvatn. Þar má sjá hvernig unnt er að hafa þessa hluti í góðu lagi. Merkingar og stígar til mikillar fyrirmyndar.
Vegir að ferðamannastöðum er okkur til mikils vansa. Vegurinn um Gjábakkahraun hefur lengi verið einn leiðinlegasti kafli nn á slóðum flestra. Fyrir nokkrum vikum var Mosi á ferð með ferðamenn norður í landi og var m.a. komið að Dettifossi. Vegurinn frá fossinum og suður að Grímsstöðum var þvílíkt þvottabretti að fara varð fetið svo bíllinn hristist ekki allur í sundur. Þennan fremur stutta vegaspotti þyrfti að færa í betra horf, stytta mætti hann verulega og tiltölulega lítið mál væri að gera þarna veg með bundnu slitlagi. Ekki þarf að skipta um jarðveg enda vegagerðarefnið þarna til staðar. Fyrir nokkrum árum mætti Mosi húsbíl á erlendum skráningarnúmerum. Bílstjórinn sem ók brosti sínu breiðasta og beit á jaxlinn við að komast áfram eftir þessum moldarvegum. En ekki var langt farið er ekið var fram á ókræsilegheitin: losnað hafði um botninn í ferðaklósettinu húsbílsins og mátti rekja slóðina af pappír og þaðan af verra langleiðina suður að Hólsselskíl!
Ekki veit Mosi hve lengi Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft yfirstjórn vegamála en þarna virðist sem enginn samgönguráðherra hvorki í þeim flokki né öðrum hafi séð ástæðu til að sinna þessu verkefni. Ljóst er að enginn er kjósandinn lengur á þessu svæði. Mjög einkennilegt er að ekkert mál virðist að leggja vandaða vegi með bundnu slitlagi á hálendinu ef virkjanir og álæðið á hlut að máli.
Ferðaþjónustan er mjög hratt vaxandi starfssemi á Íslandi. Það opinbera þarf að veita fé í þessi verkefni að sómi er að fyrir okkur þegar landið er kannað. Og ekki dugar að hugsa sem heimskinginn: þetta fólk sjáum við hvort sem er aldrei aftur og þess vegna eigum við ekkert að greiða för þess um landið. Öðru nær: ánægður ferðamaður segir gjarnan kunningjum, vinum og ættingjum frá ferðum sínum. Hann er lifandi auglýsing og oft kveikir eftirminnileg endurminning ferðamanns áhuga margra að koma og sækja Ísland heim. En við þurfum að venja okkur af að láta þessi mál sitja öllu lengur á hakanum. Hvernig væri að spýta í lófana og láta hendur standa fram úr ermum? Ekki dugar að tala og ræða um að þetta sé nauðsynlegar vegabætur, við viljum sjá verkin tala!
Mosi alias
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.