Virðingarvert framtak

Mosi telur mjög virðingarvert hjá Ingibjörgu Sólrúnu að kynna sér af eigin raun þetta grafalvarlega styrjaldarástand í Ísrael og Palstínu. Í meira en hálfa öld hefur verið þarna suðupottur og lítt mátt út af bera að allt fari í bál og brand.

Við Íslendingar getum látið ýmislegt gott af okkur leiða.

Kosturinn við okkur Íslendinga er vopnleysið okkar og umburðarlyndi. Við eigum engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta þarna í Austurlöndum. Við megum hins vegar ekki gleyma að við erum n.k. guðfeður Ísraelsríkis en Ísland var fyrsta landið í veröldinni sem viðurkenndi Ísrael sem frjálst ríki. Við getum því óskað eftir því að þær þjoðir sem þarna búa hlið við hlið þurfa að viðurkenna rétt hvors annars, hvernig, hvenær og af hverjum það verður endanlega ákveðið. Núverandi styrjaldarástand leysir engan vanda, þvert á móti eykur hann. 

Sumum finnst Ingibjörg Sólrún ekki eiga að hafa tekið sér ferð þangað og spara mætti sér ómakið.  Einhver hefur reiknað út að kostnaðurinn nemi um 100 krónur á hvert mannsbarn á Íslandi sem er auðvitað smápeningur. Fyrir hann er ekki einu sinni unnt að borga far með Strætó hvað þá meir!

 Mosi alias


mbl.is Ingibjörg Sólrún hitti Abbas og Fayyad á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband