Aukin áhætta?

Mosa finnst fyllsta ástæða til að óttast um að útgerðafyrirtæki auki brottkast með því að minnka kvótann meir en margir vilja. Þessi kvóti er um það bil sá sami og Bretar fengu úthlutað við samninga eftir þorskastríðið 1972-74. 

Á dögunum var sýnd stutt kvikmyndaskeið í Ríkissjónvarpinu úr sjávarlífinu skammt undan landi. Kafari sá sem tók þessa stuttu heimildamynd vildi vekja athygli landsmanna á þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á lífríkinu neðan sjávarmáls. Mjög mikil gróska ígulkerja hafði í för með sér að þari og annar sjávargróður var nánast uppétinn af ígulkerjunum. Er þarna meginmeinsemdin fyrir því að fiskistofnar eiga erfitt uppdráttar um þessar mundir?

Sumir stjórnmálamenn vilja kenna hvölum um fækkun nytjafiska við strendur Íslands. Eiginlega ættu  þessir sömu herramenn að læra köfun, bregða sér í köfunargræjunar og skoða af eigin raun hvað í raun og veru er að gerast í sjónum.

Þegar Mosi var ungur aðárum voru margir strákar að veiða þaraþyrskling á bryggjum landsins. Margir eldri menn fiskuðu þokkalega á litlum trillum og jafnvel árabátum skammt undan landi. Núna er vart annað að fá nema marhnút í besta falli á þessum slóðum.

Hvalir lifa jú á ýmsu eins og nytjafiskum. Þeir voru fyrrum bókstaflega miklu útbreiddariáður en ofveiði var á sumum tegundum þeirra fyrir um 100 árum.

Þegar undirstaðan fyrir nýliðun þorskins og annarra fisktegunda er hrunin þá þarf að finna raunverulegar ástæður þess en ekki hlaupa til milli handa og fóta og gefa út ótakmarkað veiðileyfi á hvalina. Við þurfum að veita betur gaum sístækkandi stofn ígulkerja og hvernig áhrif þau hafa á lífríkið í sjónum.

Mosi

alias 


mbl.is LÍÚ: Breytt gengisstefna það eina sem getur mildað áfallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband