Fjölgun sílamáva

Sílamávar hafa lengi verið áberandi í fuglafánunni á Íslandi. Þeir hafa þann vafasama heiður aðvera fyrsti vorboðinn meðal farfugla! Lengi vel voru þeir mikið nálægt fiskvinnslu og alls staðar þar sem þeim var bókstaflega boðið í veislu vegna sóðaskapar af ýmsu tagi! Einu sinni var fjarlægt útivistarlistaverk fjarlægt af heilbrigðisástæðum!

Sílamávarnir hafa ætíð verið mjög duglegir að bjarga sér en því miður hafa þeir verið ötulir að tína upp varnarlausa unga anda og ýmissa mófugla. Síðast sá Mosi sílamáf með hrossagauksunga í kjaftinum skammt austan við Öskjuhlíðina nú nýverið. Foreldranir gerðu allt hvað þeir gátu komið unga sínum til bjargar en án árangurs.

Nú í vor var töluvert rætt um að fækka á kerfisbundinn hátt sílamávinum með formann Umhverfissviðs Reykjavíkur, Gísla Martein í fararbroddi. Kannski að aðferðin sem til greina kom hafi ekki verið sú rétta en spurning er hvort ekki sé rétt að ná sem flestum sílamávum á haugunum í Álfsnesi? Þangað sækja hundruð ef ekki þúsundir sílamáva á hverjum sólarhring, einkum þegar vinnu lýkur þar um kvöldmatarleytið. Nota þarf þá aðferð við aflífun sem er í fullu samræmi við ákvæði dýraverndarlaga en ekki að freistast til að gefa þeim t.d. svefnlyf sem e.t.v. aðrar fuglategundir og eru hræætur geta auðveldlega komist í. Við viljum ekki að t.d. fálkar og ernir verði eitrinu að bráð heldur verða þaulæfðar byssuskyttur að sjá um þessi vandræðamál. Ætli byssuskyttur sem eru með æfingaaðstöðu í norðanverðu Álfsnesi væru ekki til í að taka að sér erfitt en þarft skítverk sem þetta?

Mosi

alias 


mbl.is Matarleifar lokka máva inn í borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband