Mikilvæg kosning formanns

Frá því að Mosi fór að fylgjast með þjóðmálum þá hefur honum ætíð mikið til Ólafs Ólafssonar fyrrum landlæknis koma. Með óeigngjarni og ótakmarkaðri vinnu hefur þessi nær áttræða kempa viljað láta gott af sér leiða. Hann hefur haft mjög mikil áhrif og enn er hann að. Hann tekur upp samvinnu við einn helsta fræðimann meðal félagsvísindamanna og saman beitaeir sér að sýna íslenskum stjórnvöldum að hagur aldraðra er ekki nógu góður.

Ólafur er kominn af kraftmiklu fólki sem lengi vel gerði garðinn frægan, Brautarholt á Kjalarnesi. Ólafur er mjög víðsýnn, afburðavel menntaður og á mjög auðvelt með að koma sjónarmiðum sínum og skoðunum á framfæri sem lýsa vel hversu mikla yfirburði hann hefur. Mosa þætti því miður að þessari öldnu kempu yrði hafnað.

Því miður verður ekki sagt sama um framkvæmdastjórann sem nú virðist gera allt hvað hann getur að leggja sem flesta steina í götu Ólafs og koma í veg fyrir að hann verði valinn formaður Landssambands eldri borgara. Hefur oft fylgt töluverður hamagangur hjá framkvæmdastjóra þessum og ekki alltaf verið farið eftir réttum siðum.

Mosi minnist þess að eitt sinn hafi framkvæmdastjóri þessi verið hérlendur fulltrúi Alþjóðlega flutningaverkamannasambandsins og beitti sér stundum fyrir mjög óvenjulegum aðferðum sem ekki voru öllum að skapi. Um síustu aldamót stjórnaði hann óhefðbundnum aðgerðum við höfnina á Akureyri en lögregla var kvödd til og hugðist grípa til viðeigandi aðgerða. Athafnir fulltrúans gengu út á að stöðva eða koma í veg fyrir för friðsamra erlendra ferðamanna inn í landið en skipulögð hafði verið fyrir þá dagsferð austur í Mývatnssveit með allmörgum langferðabifreiðum. Aðgerðir þessar nutu ekki almennrar viðurkenningar. Til þess að forðast handtöku brá hann sér þá í annað hlutverk með því að að kynna sig sem formaður í fag- og stéttarfélagi nokkru sem ekki átti neinna hagsmuna að gæta í þessum aðgerðum! Mæltist þetta almennt mjög illa fyrir meðal félaga í þessu félagi sem viðkomandi hafði notað sem skjól. Á næsta aðalfundi þessa félags var formaðurinn eðlilega kolfelldur með brauki og bramli.

Nokkru áður hafði sami maður átt í útistöðum við félaga í Íslendingafélaginu í Finnlandi, einnig sem formaður og varð þar skjótur endi á þátttöku hans þar í stjórn.

Það kemur því Mosa ekki á óvart að nú hafi viðkomandi framkvæmdastjóri enn gripið til óvenjulegra og umdeildra ráða. Hann er greinilega ekki að starfa sem hlutlaus framkvæmdastjóri í þágu heildarinnar heldur fyrst og fremst í þágu fyrir vissan hóp innan Landssambands eldri borgara.

Óskandi er að fyrrum landlækni nái góðri kosningu enda er fyllsta ástæða til að ætla að hann haldi uppi hagsmunum þess félags sem hann ber mikinn hag fyrir.

Mosi alias 


mbl.is Stefnir í formannskjör hjá eldri borgurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband