Rétt túlkun fréttar?

Fyrsti ársfjórðungur Atorku reyndist nokkuð lakari nú en á sama tíma fyrir ári. En næsti ársfjórðungur skilaði þá hins vegar verri afkomu eða neikvæðri ef eg man rétt. Þannig skiptir miklu máli að útkoma fyrri hluta ársins verði betri en í fyrra og það er auðvitað aðalatriðið. Tekjuinnkoman virðist skila sér betur síðari hluta ársins þannig að þessar sveiflur segja ekki alltaf alla söguna. Því er fyllsta ástæða að túlka hráa frétt með fyllstu varfærni.

Spennandi verður að frétta af hvernig Jarðboranir spreyta sig á nýju verkefni í Suður Þýskalandi. Þar er virkilega um nýjan garð að gresja í athöfnum okkar Íslendinga þar sem mjög góð þekking og reynsla í sérhæfðri bortækni er að ræða. Þjóðverjar eru einning mjög spenntir hvernig til tekst, jarðhiti er þarna til staðar og í nokkuð miklu magni en ekki er þar háhiti eins og við þekkjum á Íslandi. Jarðlög eru bæði eldri og sennilega harðari þannig að ný dýrmæt reynsla fæst af þessum verkefnum. 

Um mánaðarmótin verður haldin mikil ráðstefna í Suður Þýskalandi um jarðhitarannsóknir og notkun jarðhita. Að öllum líkindum bera athafnir okkar Jarðborunarmanna þar á góma enda eru Íslendingar í fremstu röð þjóða um hagnýtingu jarðvarma í heiminum.

Mosi - alias

 


mbl.is Heldur dregur úr hagnaði hjá Atorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Íslendingar eru fremstir í hitaveitu, í hagnýtingu jarðvarma til upphitunar húsa og sundlauga. En rafmagnsframleiðsla úr jarðhita hefur tíðkast lengi  annars staðar eins og á Nýja-Sjálandi, Filippseyjum, USA ?

Pétur Þorleifsson , 25.5.2007 kl. 02:41

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já Pétur við stöndum mjög framarlega í þessum efnum.

Ítalir eða kannski öllu heldur Rómverjar hafa sennilega lengstu reynsluna að nýta sér jarðhitann. Þeir notðuð jarðhitann til baða og lækninga. Á Norður Ítalíu munu vera til enn mjög fornar lagnir.

Okkar reynslu má rekja til Snorra Sturlusonar en hann lét leggja frumstæða neðanjarðarlögn úr hvernum Skriflu í laugina sem síðan hefur verið kennd við þennan mikla ritsnilling.

Kveðja

Mosi alias

Guðjón Sigþór Jensson, 25.5.2007 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband