18.5.2007 | 09:35
Samningaviðræður í Svartsengi
Þórbergur Þórðarson skrifaði frægan ritdóm um Hornstrendingabók eftir Þorleif Bjarnason á sínum tíma. Ritdómurinn nefndist : Einum kennt - öðrum bent og ætti að vera skyldulesning allra þeirra sem skrifa texta í íslenska fjölmiðla.
Einn kafli ritdómsins nefnist Skallar og á Þórbergur þar við þegar sá sem ritar texta skilur lesandann einhvers staðar í lausu lofti eins og það vanti e-a nákvæmni í frásögninni sem verulega máli skiptir. Frétt Morgunblaðsins varðandi umræður við þýsk stjórnvöld um varnarmál eru þessu marki brennd. Um hvað er verið að ræða? Er það um rétt Þjóðverja að senda hingað herflugvélar til æfinga sem mig grunar að hangi helst á spýtunni?
Um gjörvalla Evrópu eru allt heilvita fólk orðið dauðleitt á æfingaflugi hraðfleygra herflugvéla. Þegar eg var fyrst í Rínardal í minni fyrstu dvöl í því fagra landi þar sem allt endurómaði af sögu og menningu kom það stundum fyrir að herflugvélar þessar komu skyndilega. Þær flugu ýmist þvert á þennan fagra dal og stundum eftir honum endilöngum. Þær rufu hljóð náttúrunnar, hæga goluna á vanga, klið fuglanna, suð býflugnanna, ilm gróðursins, skröltið frá járnbrautunum, vélarhljóðin frá skipunum á Rín og niðinn af bílaumferðinni meðfram ánni. Mig verkjaði í eyrun og blöskraði þessi ógnvænlegi hávaði. Mér leið ekki vel eftir þetta skyndilega fjandsamlega áreiti þar sem eg naut að ganga eftir þröngum stígum um vínekrurnar í hlíðinni með gömlum köstulum sem sumir hverjir voru rústir einar eftir gömul styrjaldarátök sem enginnn vissi lengur tilefni af.
Er það þetta sem íslensk stjórnvöld eru að bjóða erlendum herþjóðum upp á í samningaviðræðum í Svartsengi? Allt venjulegt fólk í Evrópu vill takmarka sem mest herbúnað og þar með heræfingar. kannski að íslensk stjornvöld telji þetta vera það sem koma skal?
Óska eftir því að næsta ríkisstjórn taki þessi æfingamál erlendra herflugvéla til alvarlegrar athugunar. Þau eru móðgun við friðelskandi vopnlausa þjóð. Hernaðarbrölt hverju nafni sem það nefnist er svartur blettur í sögu okkar friðsömu þjoðar.
Mosi alias
Ræða varnarmál við Þjóðverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.