Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks: in memoriam

Þá kom að því að þessi ríkisstjórn sagði af sér. Langflestum Íslendingum hefur fundist að nóg væri komið að nú yrði að breyta um stjórnarstefnu. Síðastliðin ár hafa verið mikil veltiár sem hafa bókstaflega verið mörgum fjáraflamanni mikil auðsöfnun en þeim sem minna hafa mátt sín verið fremur slæm. Meðan ýmsir höfðu meira en flestir aðrir, rökuðu bókstaflega að sér ótrúlegum auð, stóðu flestir í stað en stór hópur hefur orðið eftir, einkum þeir sem eldri eru og með starfsorku.

Við höfum horft upp á umdeildar ákvarðanir sem vonandi verða úr sögunni. Við getum minnst á einkennilega ákvörðun um að styðja Bush stjórnina til þessa umdeilda árásarstríðs í Írak sem er öllum sem málið varðar til mikils vansa. Við höfum horft á kvótabraskið á íslandi sem hefur tekið á sig stundum einkennilega mynd, við sitjum uppi með umdeilda ákvörðun þegar ráðist var í þessa  Kárahnjúkavirkjun með tilheyrandi eyðileggingu. Þó var ýmislegt sem benti til að ekki væri sú ákvörðun nægjanlega vel rökum studd. Var það kannski jafnvel til að bjarga ítölsku fyrirtæki frá fjárhagslegu hruni? Við eigum eftir að sjá hvernig lokareikningurinn hljóðar en ástæða er til að búast við verulegu áfalli.

Við höfum horft upp á gríðarlega einkavæðingu. Bankarnir allir í eigu ríkisins fyrir utan Seðlabankann hafa verið seldir. Og frekari einkavæðingu í þágu fjármagnseigenda hefur verið þegar undirbúin: orkufyrirtæki, vatnsveita og ríkisfjölmiðlar á borð við Ríkisútvarpið.

Á sama tíma hefur velferðarkerfið beðið mikinn hnekki. Fjárveitingar til heilbrigðismála og menntamála hafa ekki verið í takt við þörfina. Hins vegar hefur þjónusta á vegum utanríkismála bólgnað gríðarlega út þannig að nú eru Íslendingar sennilega með dýrasta net sendiráða um víða veröld. Ótrúleg þróun á tímum faxtækja og tölvutækni.

Eitt nýlegt mál er ákaflega einkennilegt: Á síðasta kjörtímabili var skipuð sérstök stjórnarskrárnefnd sem átti að setja fram tillögur um breytingar á þessu gamla 19. aldar skjali sem hafði jú verið breytt smávægilega á liðinni öld. Í stað þess að koma með tillögu um nýja nútíma stjórnarskrá virðist hafa orðið efst í huga þeirra sem ferðinni réðu einhver sú smávægilegasta breyting sem má hugsa sér: Vegna atburða sumarsins 2004 þegar ríkisstjórnin var neydd til að leggja fram svonefnt fjölmiðlafrumvarp undir þjóðaratkvæði sem annað hvort hafði þá þýðingu að ríkisstjórnin biði verulegt afhroð, þá var tekin sú ákvörðun að taka til baka lög sem Alþingi hafði  þá nýlega samþykkt! Þetta var stjórnarfarsréttarlega séð mjög umdeilt. Allt í einu stóðu lögfræðingar landsins frammi fyrir einkennilegri staðreynd. Forseti lýðveldisins taldi að hér væri of langt gengið. Loksins reyndi á ákvæði stjórnskipunarlaga, stjórnarskrárinnar, að ekki væri unnt að koma hvaða umdeildu lögum sem er gegnum þingið! Forsetinn virkaði sem öryggisventill sem kannski hefði fyrr mátt reyna á. Ríkisstjórnin fráfarandi vildi afnema þetta öryggisákvæði í 26. gr. stjórnarskrárinnar því það var henni ekki að skapi!

Við þurfum að byggja upp réttlátara þjóðfélag þar sem ekki aðeins réttur þess sem auðinn hefur heldur allra sé virtur. Sá sem á ekkert í dag á einnig að hafa rétt til að fá þjónustu samfélagsins til að þroska sig og að mennta eftir því sem hugur hans og geta stendur er. Allir eiga að hafa rétt á að sækja heilbrigðisþjónustu án efnahags sem og hvers konar það sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða. Skipa þarf með sanngjörnum reglum rétt útlendinga að sækja atvinnu hér og jafnvel setjast hér að en viðkomandi þarf auðvitað að aðlaga sig sem best íslensku samfélagi og menningu sem best. Íslenskt samfélag getur eðlilega ekki aðlagað sig strax að sérþörfum einstaklings frá ólíku menningarsamfélagi en hlutverk samfélagsinser á að vera að gefa viðkomandi tækifæri til þess. Sá umkomulausi gærdagsins er kannski orðinn leiðtogi morgundagsins. Því þarf að huga vel að hverjum þjóðfélagsþegn hvar sem hann er í stétt að finna og gera allt það sem máli skiptir að hver  einstaklingur geti orðið betri og þarfari þjóðfélagsþegn.

Ljóst er að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að kæla hagkerfið. Of mikil þensla er vegna stórframkvæmdanna en mikil velsæld hefur þann ágalla að hún blossar upp dýrtíð við minnstu mistök hagstjórnar. Lækka þarf vexti við fyrstu hentugleika. Draga þarf úr óþarfa bruðli á sem flestum sviðum. Auka mætti t.d. almenningssamgöngur og sitthvað fleira sem hvetur venjulegt fólk að sinna betur umhverfismálum sem og ekkisíður heilsu sinni en einkabíllinn getur verið mjög slæm blindgata á mörgum sviðum. 

Við þurfum að taka upp nýjar áherslur í skattakerfinu. Víða um heim hafa umhverfisskattar verið teknir upp í stað ýmissa eldri tekjustofna samfélagsins. Sérstaklega þarf að huga að útblæstri frá mengandi starfsemi. Áliðnaðurinn hefur t.d. greitt svonefnt framleiðslugjald sem upphaflega var hugsað sem úrræði íslenskra stjórnvalda að koma einhverri skikkan á skattamál þessara stórfyrirtækja. Þau hafa í eðli sínu ríka tilhneyingu að beina hagnaði sínum til þess lands þar sem skattaumhverfið er þeim hagstæðast. Nú er lag að taka upp skatt á gróðurhúsalofttegundir sem ekki er vanþörf á að gera ráðstafanir til að grípa til. Hafa margir sjálfviljugir tekið þátt í að skattleggja sjálfan sig með þessum umhverfisskatti undir nafninu Kolviður. Ljóst er að stórefla þarf skógrækt í lnadinu og hvetja sem flesta til að taka þátt í þessu skemmtilega en erfiða verkefni.

Ný ríkisstjórn verður vonandi mynduð sem fyrst og óskandi er að hún beri þá gæfu að sneyða fram hjá þeim skerjum og þeim freistingum sem víða liggja fyrir. Munum að ekki er hollt að hafa öll eggin í sömu körfunni, heldur byggja á sem mestri fjölbreytni.

Við verðum að vona það besta jafnframt að óska væntanlegri ríkisstjórn alls góðs.

Mosi alias


mbl.is 12 ára ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband