Góð hugmynd

Því miður er ekki góð reynsla af minnihlutastjórnum á Íslandi. Víða erlendis eru minnihlutastjórnir eðlilegur hluti af lýðræðislegum veruleika. Minnihlutastjórnir leita mjög mikið til stjórnarandstæðunnar um samvinnu og eru ýms góð dæmi um að lagasetning minnihlutastjórna hafi reynst jafnvel endingarbetri en lög sem meirihlutastjórn setur.

Við þurfum að setja inn ákvæði í stjórnarskrána um minnihlutastjórnir, að þær geti fengið ákveðið svigrúm til að starfa. Því miður eru stjórnmálin á Íslandi oft mjög eldfim og jafnvel eitruð. Hafa margir brennt sig illa í þeim efnum og bera þess jafnvel ekki bætur.

Myndun minnihlutastjórrna geta leyst vissan vanda. Marga minnist þess þegar mjög löng stjórnarkreppa stóð yfir hér á landi um 1980 og lokst tókst Gunnari Thoroddsen þeim mikla hæfileikamanni að mynda meirihlutastjórn. Því miður lenti sú stjórn í miklum hremmingum m.a. vegna gríðarlegrar hækkunar á olíu 1979 sem olli mikilli dýrtíð og verðbólgu á næstu árum. Þá hafði verið tekin upp vísitöluhækkanir í bankakerfinu sem var eins og olía á eldinn. Þáverandi meirihluti í Reykjavík, visntri menn, tóku upp viðræður við Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog um umfangsmiklar framkvæmdir að tengja hitaveitu við öll þessi bæjarfélög. Þetta dró þann dilk á eftir sér eftir að Davíð Oddsson tók við starfi borgarstjóra í Reykjavík hækkaði gjaldskrá Hitaveitunnur upp úr öllu valdi og átti sinn þátt í að kynda undir dýrtíðarbálið sem auðvitað ríkisstjórninni var kennt um!!

Svona er pólitíkin - því miður mjög óvægin og enginn skilningur fyrir hendi um að starfa saman þó nauðsyn reki stundum til þess.

Minnihlutastjórn er mjög góður möguleiki á Íslandi um þessar mundir!

Mosi


mbl.is Hafa áhuga á myndun minnihlutastjórnar í skjóli Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur hefur nú eitthvað klikkað í samlagningunni.  Ef að VG og Samfylking mynda minnihlutastjórn hafa þeir 27 þingmenn.  Sjálfstæði og Frjálslyndir hafa 29.  Þá getur ekki Framsókn verið hlutlaus heldur verða þeir að taka afstöðu.  Eini sénsinn er þá að bæði Frjálslyndir og Framsókn verði hlutlausir...sem þýðir að neitunarvald sé komið í hendurnar á Guðjóni A. ef honum dettur það í hug.  

Ólafur Magnússon (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

27 gegn 29 og 7 verja minnihlutastjórn gegn vantrauststillögu. Það nægir en þá má ekki nema í mesta lagi 2 þingmenn Framsóknar leggjast á árar með þeim sem bera fram vantraust!

Þetta er raunhæfur möguleiki en spurning hvort Framsókn þætti það ekki fremur þunnur þrettándi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband