27.4.2007 | 08:19
Eðlileg viðbrögð
Okkur Íslendingum finnst nokkuð einkennilegt að stytta geti orðið tilefni að blóðugum átökum. En styttan var óumdeilanlega reist í pólitískum tilgangi sem átti að hafa vissan boðskap til Eista: yfirráð Rússa í landinu. Því er mjög eðlileg viðbrögð þeirra að vilja fjarlægja styttu þessa eins og önnur tákn um valdið og stjórn erlends ríkis sem beitti þá kúgun. Við á Íslandi sem aldrei höfum upplifað að hér færi fjandsamlegur erlendur her um landið, rænandi og ruplandi, eigum erfitt með að ímynda okkur alla þá skelfingu og rót sem verður sem afleiðing þess ástands. Er nokkuð eðlilegra en að Eistar vilji hafa svona minnismerki burt?
Mér finnst að íslenskir ráðamenn þurfi að skoða þessi mál og ígrunda vel áður en samið er við erlent ríki um landvarnir, kannski undir yfirskyni samvinnu. Þarna á eg við þessa umdeildu samninga sem framsóknarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir var að undirrita nú í vikunni. Áherslurnar eiga að vera á borgaralegum grunni og ekki hernaðarlegum forsendum eins og sitt hvað bendir til. Eg sem friðsamur Íslendingur grét krókódílatárum þegar herþotur og önnur stríðstól Bandaríkjamanna voru flutt í burtu frá Íslandi árið sem leið. Mér finnst röskunin sem þessar herþotur geta valdið í íslenskri náttúru vera hreint skelfileg. Einu sinni var eg staddur með þýskum ferðahópi við fuglaskoðun á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Allt í einu komu tvær svona herþotur á þvílíkum hraða rétt yfir okkur og hurfu von bráðar sjónum. En allt fuglalífið varð fyrir slíkri röskun að þeir flugu allir upp með gargi miklu í uppnáminu sem þessi mikli djöfulgangur olli og ekki komst kyrrð á fyrr en löngu seinna. Er þetta sem við erum að bjóða erlendum blygðunarlausum herglönnum upp á? Í her er sitt hvað leyft sem er annars er ekki heimilt í borgaralegu starfi.
Nei við eigum að leggja áherslu á að virða friðinn og sýna þeim þjóðum sem vilja eiga friðsöm samskipti þá virðingu og skilning sem þau eiga skilið. Mér finnst því rétt að Eistar taki ofan styttur sem þessa. Hvað um hana verður, hvort hún verði brædd upp og steyptar e.t.v. kirkjuklukkur til friðsamra nota skal ósagt látið. En Eistar geta einnig skilað þessu til föðurhúsanna sem hverju öðru óskilagóssi sem Rússar hafa skilið eftir í landi þeirra.
Mosi
Rússar hóta aðgerðum vegna styttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ok, þannig að þér finnst að Íslendingar eigi einir þjóða að vera algjörlega lausir við nokkrar landvarnir. Já og rökin þín, þú varst einu sinni á Snæfellsnesi með túrista og flugvélar fældu upp fuglagerið.
Sennilega öflugustu rök síðan stóra baðkars m&m málið.
Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 27.4.2007 kl. 08:53
Það er vissulega rétt að það þarf að tryggja raunverulega samvinnu á jafnræðisgrundvelli í varnarmálum, ef Ísland á að teljast til fullvalda og sjálfstæðra þjóða í framtíðinni.
Það verður ekki gert nema með stofnun íslensks varnarliðs sem tekur að sér hinn verklega þátt landvarna a.m.k. að einhverjum hluta til móts við erlenda bandamenn.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 11:27
Hefur landlægt ofsóknarbrjálæði gripið um sig? Ísland er staðsett í hjarta NATO (Norður Atlantshafsbandalagsins.. hmm), og þótt við kæmum okkur upp einhverju aumkvunarverðu "varnarliði", sem samanstæði af kannski nokkur hundruð manna byrði á samfélagið, þá hefði það nákvæmlega ekkert að segja ef til styrjaldar kæmi. Þess má geta að ég reikna með að bandamenn okkar í NATO hefðu kannski meiri vigt í varnarmálum ef til ófriðar kemur.
Það eru nú til mikilvægari málefni til að ræða, svona rétt fyrir kosningar.
Steinn E. Sigurðarson, 27.4.2007 kl. 12:23
Mér finnst menn vera orðnir ansi frjálslegir. Ef við fáum ekki einu sinni að vera í friði í okkar eigin landi fyrir hávaðasömu varnarliði? Í meira en 60 ár reyndi aldrei á varnir á Íslenadi meðan ameríski herinn var hér. Og í þorskastríinu 1972 kom fram það sjónarmið að ameríska hernum ætti að beita gegn breskum landhelgisbrjotum. Það kom auðvitað ekki til greina því þeir voru ekkiað verja íslenska hagsmuni heldur sína eigin. Þá kom upp sú skoðun hjá þáverandi ríisstjórn að segja upp hervarnarsamningnum. Þaðvoru mjög spennandi tímar og æslilegir. Upp hófst einhver sú lágkúrulegasta undirskriftasöfnun sem nefnd var Varið land og þóttu mörgum nóg komið. Umþessa undirskriftasöfnun má segja að hún hafi verið barn síns tíma og sennilega vilja aðstandendur hennar nú að hennar sé ekki lengur minnst. En þetta voru grafalvarlegir tímar og við getum lifað alveg prýðilega án þess að hér sé eitthvert hernaðarbrambolt í þessu landi.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2007 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.