Eru samningar um orkuverð einkamál Framsóknarflokksins?

Fróðlegt væri að fá upplýsingar um orkuverð og önnur praktísk atriði varðandi þessi nýjustu "afreksverk" Framsóknarflokksins 2-3 vikum fyrir kosningar.

En Framsóknarflokkurinn lítur á hlutverk sitt þannig að með leynilegum samningum við stóriðjuna megi færa flokknum einhverja tekjustofna, greiðslur sem nýta má í gegndarlausua áróðursmaskínu flokksins síðustu vikur fyrir kosningar?

Fyrstu samningarnir við Álbræðsluna í Straumsvík voru galopnir öllum þeim sem höfðu nennu á og úthald að stauta sig fram úr þeim flóknu textum. Þeir hljóðuðu upp á óvenjulágt lágt orkuverð en sérstakan einskatt skyldi álbræðslan greiða í ríkissjóð, framleiðsluskatt. Nú vilja álverin gjarnan losna við þetta framleiðslugjald og aðlaga rekstur sinn eins og önnur fyrirtæki landsins að skattaumhverfi sem almennt gildir. Nú þarf á þessum tímapunkti að taka upp sérstakan skatt vegna umhverfisins, umhverfisskatt eða mengunargjald. Með þeim ætti að vera tilgangurinn að mæta þeim mjög háa kostnaði sem felst í umfangsmiklum mótaðgerðum að binda gróðurhúsalofttegundir. Talið er af sérfræðingum Skógræktar ríkisins að nú þurfi að gróðursetja skóg á Íslandi sem þeki um 9 þús. ferkílómetra eða áþekkt landssvæði og jöklarnir í dag eða hraunin. Það er feyknamikill kostnaður við skógrækt ef rétt er haldið á spöðunum. Við Íslendingar getum ekki með nokkru móti sætt okkur við að Framsóknarflokkurinn gefi álfyrirtækjunum eftir ókeypis mengunarkvóta þeim til handa jafnvel þó svo þessi fyrirtæki séu tilbúin að inna einhverjar greiðslur af hendi sem lendir kannski fyrst og fremst í kosningasjóði Framsóknarflokksins.

Er Framsóknarflokkurinn tilbúinn að gera grein fyrir tekjum sínum af stóriðjunni? Meðan ekkert er að gert á þeim bæ skulu spjótin standa á stjórnmálaflokki þessum sem tilbúinn er að fórna öllu í þágu skyndigróða og skammtímasjónarmiða, öðrum atvinnumöguleikum Íslendinga til tafa og tjóns.

Samningar við stóriðjuna eru ekki einkamál Framsóknarflokksins!

Mosi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

"But the agreed price — 30 dollars per megawatt-hour — was far from ideal. In Iceland, the company pays half that." Flokkurinn sem er stærstur og mestur í því að útdeila auðlindum landsins með þessum hætti heitir Sjálfstæðisflokkurinn.

Pétur Þorleifsson , 25.4.2007 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband