24.4.2007 | 11:12
Eru samningar um orkuverð einkamál Framsóknarflokksins?
Fróðlegt væri að fá upplýsingar um orkuverð og önnur praktísk atriði varðandi þessi nýjustu "afreksverk" Framsóknarflokksins 2-3 vikum fyrir kosningar.
En Framsóknarflokkurinn lítur á hlutverk sitt þannig að með leynilegum samningum við stóriðjuna megi færa flokknum einhverja tekjustofna, greiðslur sem nýta má í gegndarlausua áróðursmaskínu flokksins síðustu vikur fyrir kosningar?
Fyrstu samningarnir við Álbræðsluna í Straumsvík voru galopnir öllum þeim sem höfðu nennu á og úthald að stauta sig fram úr þeim flóknu textum. Þeir hljóðuðu upp á óvenjulágt lágt orkuverð en sérstakan einskatt skyldi álbræðslan greiða í ríkissjóð, framleiðsluskatt. Nú vilja álverin gjarnan losna við þetta framleiðslugjald og aðlaga rekstur sinn eins og önnur fyrirtæki landsins að skattaumhverfi sem almennt gildir. Nú þarf á þessum tímapunkti að taka upp sérstakan skatt vegna umhverfisins, umhverfisskatt eða mengunargjald. Með þeim ætti að vera tilgangurinn að mæta þeim mjög háa kostnaði sem felst í umfangsmiklum mótaðgerðum að binda gróðurhúsalofttegundir. Talið er af sérfræðingum Skógræktar ríkisins að nú þurfi að gróðursetja skóg á Íslandi sem þeki um 9 þús. ferkílómetra eða áþekkt landssvæði og jöklarnir í dag eða hraunin. Það er feyknamikill kostnaður við skógrækt ef rétt er haldið á spöðunum. Við Íslendingar getum ekki með nokkru móti sætt okkur við að Framsóknarflokkurinn gefi álfyrirtækjunum eftir ókeypis mengunarkvóta þeim til handa jafnvel þó svo þessi fyrirtæki séu tilbúin að inna einhverjar greiðslur af hendi sem lendir kannski fyrst og fremst í kosningasjóði Framsóknarflokksins.
Er Framsóknarflokkurinn tilbúinn að gera grein fyrir tekjum sínum af stóriðjunni? Meðan ekkert er að gert á þeim bæ skulu spjótin standa á stjórnmálaflokki þessum sem tilbúinn er að fórna öllu í þágu skyndigróða og skammtímasjónarmiða, öðrum atvinnumöguleikum Íslendinga til tafa og tjóns.
Samningar við stóriðjuna eru ekki einkamál Framsóknarflokksins!
Mosi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 243410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"But the agreed price — 30 dollars per megawatt-hour — was far from ideal. In Iceland, the company pays half that." Flokkurinn sem er stærstur og mestur í því að útdeila auðlindum landsins með þessum hætti heitir Sjálfstæðisflokkurinn.
Pétur Þorleifsson , 25.4.2007 kl. 06:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.