Ekki er ein báran stök

Nýjasta óhappið í Heiðmörk að vörubíll fullur af farmi er staðfesting á þeim grun mínum að þessar framkvæmdir hafi frá upphafi verið mjög illa undirbúnar. Vegirnir í Heiðmörk eru börn síns tíma, fyrst og fremst lagðir með umferð fólksbifreiða í huga. Síðan eftir að þetta brambolt á vegum bæjarstjórans í Kópavogi hófst, þá hefur hvert óhappið rekið annað.

Hefði nú ekki verið betra að undirbúa betur vegina um Heiðmörkina sem þessar þungu vöruflutningabifreiðar eiga leið um? Til ábendingar má benda á mjög slæmt ástand á veginum sitt hvoru megin einbreiðu brúarinnar milli Rauðhóla og Elliðavatnsbæjarins. Þar er ástand vegarins vægast sagt þannig að það verður vart verra á mestu þvottabrettisköflum íslenska vegakerfisins.

Mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn mætti nú taka sig á og koma þessum málum í betra horf. Nú stýra þeir meirihluta bæði í Kópavogi og í Reykjavík og allir kaflar þessa Heiðmerkurklúðurs er hrein sorgarsaga frá upphafi til enda, frá því að skógarlundarnir voru ruddir og fram á daginn í dag.

Oft hefur verið amast við ferð hestamanna um Heiðmörk og eru ástæður fyrir því. Nú munu vera sérstakar reiðgötur um Heiðmörkina. Þungatakmarkanir hafa alltaf verið og lengi vel var Heiðmörkin lokuð allri umferð nema gangandi fólki. Vegirnir eru nánast þeir sömu og voru í upphafi. Kannski að menn séu orðnir svo ofurtrúaðair á tæknina að trú þeirra sé meiri á umdeildum framkvæmdum en mannleg skynsemi.

Kveðja

Mosi


mbl.is Vörubíll með fullfermi valt í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Heiðmörkin eralgjör náttúruperla sem hefði átt að koma fram við sem slíka þegar þessar framkvæmdir voru skipulagðar, ef þær þá voru nokkuð skipulagðar. Það þarf nú ekki neitt séní til að sjá að þungir bílar og þungavinnuvélar eiga ekki þar heima, nema þá með undirbúningi fyrir þann þunga eins og þú réttilega bendir á.

Sigfús Sigurþórsson., 28.3.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband