Jón og séra Jón

Gömul venja er að stýrimaður eða skipsstjóri sé á vakt ásamt háseta í brúnni. Líklegt er að aðeins einn maður hafi verið í brúnni að þessu sinni og mikil líkindi eru að viðkomandi verði ákærður fyrir vanrækslu í starfi.

Var það ekki nákvæmlega það sama sem gerðist á íslensku þjóðarskútunni árið 2008?

Vitað var að þegar í febrúar 2008 var ljóst að bönkunum yrði ekki bjargað. Það sýnir skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis. Ríkisstjórn Geirs Haarde Seðlabankinn og ýmsar eftirlitsstofnanir eins og Bankaeftirlitið var sem ein hjörð steinsofandi rétt eins og mannleysan í brúnni nú á dögunum.

Stýrimaðurinn fær að öllum líkindum harðari dóm en Geir Haarde sem Sjálfstæðisflokkurinn dubbar um þessar mundir upp sem sendiherra!
 
Þetta skipsstrand mætti gjarnan hafa í huga þegar kollsteypan varð haustið 2008 í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem einkavæddu nánast allt til hægri og vinstri! 

Góðar stundir!

mbl.is Stýrimaður Akrafells sofnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðleifur R Kristinsson

Ef þeir ferðu eitthvað ólögleg ættu þeir að fá refsingu samkvæmt því , eins og allir stjórnmálamennirnir fengu.

Guðleifur R Kristinsson, 8.9.2014 kl. 23:42

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hæpið er að stýrimaðurinn verði ákærður hér á landi. Um borð í skipinu gilda ekki íslensk lög, því skipið er erlent.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2014 kl. 06:41

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Strandið varð langt innan efnahagslögsögu Íslands. Sjópróf fara fram hér á landi og þar verður m.a. gengið úr skugga hvaða hætta stafaði af strandinu sem er vegna vanrækslu.

Ef í ljós kemur að verknaðurinn verði metinn refsiverður, verður stýrimaðurinn látinn sæta refsingu, sekta eða fangelsis og m.a. mögulega svifting starfsréttinda tímabundið eða endanlega.

Geir Haarde og félagar sluppu ótúlega vel frá ákærum og refsingum. Hann var sýknaður af öllum ákæruliðum nema einum og fékk vægasta dóm sem hægt var að hugsa sér.

Hann slapp því ótrúlega vel. En öll þjóðin varð fyrir gríðarlegu tjóni sem sennilega aldrei verður bætt. Braskstefna Skjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er vöknuð til lífsins að nýju.

Því miður. 

Guðjón Sigþór Jensson, 9.9.2014 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 243585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband