17.8.2014 | 20:54
Dýr reynast vandræði Sjálfstæðisflokksins
Í stað þess að Hanna Birna segi af sér sem ráðherra vill hún fremur kljúfa skynsamlegan rekstur Stjórnarráðsins. Vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst það metnaðarfulla mál að draga saman ráðuneytin og gera að skynsamlegum rekstrareiningum. Við erum einungis þriðjungur úr milljón hvað allir athugi!
Vandræðagangur Hönnu Birnu gengur út á að halda völdum. Þessi valdaglaða manneskja vill halda í völdin fyrst hún er búin að hafa svo mikið fyrir því að öðlast þau. Hagsmunagæsla innan Sjálfstæðisflokksins virðist vera mjög afdráttarfull:
Ljóst er að Stefáni Eiríkssyni voru sett úrslitakostir á sínum tíma að siga lögreglunni á mótmælendur í Garðahrauni síðastliðið haust vegna hagsmunagæslu ættmenna Bjarna Benediktssonar varðandi lóðabrask í vestanverðum Garðabæ. Meðan tugir lögregluþjóna var stefnt þangað að handtaka nokkra friðsama borgara sem síðan hefur verið ákærðir var ekki unnt að senda einn einasta lögreglumann til að stoppa lögleysuna við innheimtu inngangseyris að Geysissvæðinu.
Allt þetta má skoða í víðu samhengi.
Eg skynjaði það á fundi á vegum Landverndar s.l. vor þar sem Stefán Eiríksson var fyrir svörum og eg spurði hann um hvort hann hefði ekki haft uppi minnstu efasemdir um lögmæti þessarar umdeildu ákvörðunar. Þarna var lögreglu beitt pólitískt gegn réttmætum mannréttindum hóps fólks sem leyfði sér að hafa aðrar skoðanir en forstöðumenn Sjálfstæðisflokksins.
Því miður hefur ekki aðeins siðareglum verið ýtt til hliðar heldur einnig lýðræði og mannréttindum. Áfram er keyrt gegn betri vitund um að völdin séu meira virði en skynssamlegar lausnir. með þessu er Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi að fara í slóð Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sem taldi sig vera allt heimilt til að tryggja völd sín á sínum tíma.
Er fólk tilbúið að ræða þessi mál á þessum grundvelli?
Sitjum við uppi með valdaglaða einstaklinga sem vilja ekki neina skynsemi, ekkert réttarríki og mannréttindi?
Dómsmálin færð undir sérstakt ráðuneyti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn Bjarnason er sá maður núlifandi sem sennilega lengst hefur sinnt stöðu dómsmálaráðherra á Íslandi. Er nokkuð öruggt að hann viti betur um málefni þess ráðuneytis, og önnur sömuleiðis, en síðuhöfundur með sleggjudómi sínum.
Ég leyfi mér að setja inn gott innlegg frá fyrrum dómsmálaráðherra :
„17.8.2014
Sunnudagur 17. 08. 14
Ástæða er til að fagna hugmyndum sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður flokksins, ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, hafa hreyft um að skipta innanríkisráðuneytinu og stofna sérstakt dómsmálaráðuneyti að nýju.
Að mínu mati og annarra sem þekkja til starfa dómsmálaráðuneytisins var mjög óskynsamlegt að stíga það skref sem Jóhanna Sigurðardóttir og stjórnarmeirihluti hennar gerði þegar dómsmálaráðuneytið var aflagt. Fyrir því voru engin efnisleg rök.
Aðförin að stjórnarráðinu og dómsmálaráðuneytinu sérstaklega einkenndist af pólitískri skemmdarfýsn í ætt við tilraunina til að kollvarpa stjórnarskrá lýðveldisins. Látið var eins og haustið 2008 hefðu þeir atburðir gerst hér með gjaldþroti banka að réttlætanlegt væri að vega að ýmsum grunnstoðum stjórnkerfisins.
Umboðsmaður alþingis hefur að eigin frumkvæði hafið könnun á ýmsum stjórnsýsluþáttum sem snerta lekamálið svonefnda. Eitt er að velta fyrir sér framkvæmd stjórnsýslulaga, bókun funda, skráningu fundargerða og setningu siðareglna. Vissulega er ástæða til að brýna fyrir mönnum nauðsyn þess að ýmis grunnatriði á þessu sviði séu virt í stjórnsýslunni. Spurning er hvort umboðsmaður hafi skoðun á aðför Jóhönnu og félaga að stjórnarráðinu sjálfu og dómsmálaráðuneytinu sérstaklega.“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.8.2014 kl. 02:26
Hagsmunir Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf vegið þyngra en hagsmunir almennings og þjóðar. Það breytist seint Guðjón.
Ekki er hægt að sjá að Björn Bjarnason færi nein rök fyrir breytingunni í þessari tilvitnun önnur en að hugmyndin er frá Bjarna komin, sem tilraun til að breiða yfir afglöp Hönnu Birnu auk þess augljósa að smásálin Björn er á móti öllu sem vinstristjórnin gerði, hvernig sem það er vaxið. Það eitt veitir Birni og skríbentinum meiri fróun en Hustler í daglegu tilgangsleysi þeirra. Það er nafnleysingja skríbentinum líkt að grípa bullið í Birni á lofti, undarlegt þó að hann hafi ekki komið Hildiríðarsonum sínum að í aumu innleggi sínu, eins og venjulega. Þegar þeir eru komnir inn í formúluna er bullið að hans mati fullrökstutt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.8.2014 kl. 06:31
Kemur nú Axel stórsérfræðingur í öllu sem hugqarflug hans skádar. Það kemur ekki á óvart að þið haldið á lofti eigin órum um þetta mál. Þið hljótið að sjá að miðað við stöðuna núna þá er eðlilegt svo ekki verði hægt að saka Hönnu Birnu um hagsmunaárekstur að einhver annar ráðherra fari með dómsmálin á meðan aðstoðarmaður hennar sætir saksókn.
Hitt er annað að þið hljótið að minnast þess úr fréttum fyrir fáum árum síðan að það kom í ljós að ekki höfðu verið gerðar rannsóknur á þvi fyrirfram hvert hagræði yrði af sameiningu ráðuneyta yrði. Það kom líka í ljós að núverandi fyrirkomulag kostaði mikið og ekki varð úr neinn sparnaður.
Þessi sameining var gerð í framhaldi hugarflugs og væntinga, ekki af annsóknum, heldur afþvíbara óráðio ríkisstjórnar flugfreyjunnar og jarðfræðinemans.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.8.2014 kl. 10:59
Snilld bullustampa er að horfa framhjá.
Jóhanna Sigurðardóttir heimtaði inngöngu í Evrópusambandið til handa Íslendingum sem vildu ekki þangað. Jóhanna Sigurðardóttir með sverum stuðningi Steingríms nokkurs J. Sigfússonar krafðist þess að Íslendingar borguðu hið svonefnda Iceave. En íslendingar ákváðu að borga það ekki, og Jóhanna tapaði sér. Síðar féll þar um dómur að Íslendingum bæri ekki að borga þetta svonefnda Iceave.
Hvergi hef ég séð afsökunar beiðnir frá ábyrgðar aðilum þessa máls, hvað þá að boðin væri endurgreiðsla á kostnaði þess vegna.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.8.2014 kl. 11:18
Þó svo að Björn Bjarnason hafi verið bæði mjög reyndur og hæfur stjórnandi sem ráðherra skulum við ALDREI gleyma: Við erum örþjóð einungis tæp þriðjng úr milljón og VERÐUM að sníða okkur stakk eftir vexti.
Þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa verð vi stjórn hafa þeir ætíð lagt meiri áherslu á að gæta eigin hagsmunavörslu en að gæta hagsýni. EKKERT mælir með að skipta upp ráðuneytunum nema eignhagsgsmunir flokka þessarra.
Lítil og mörg ráðuneyti eru aðeins til þess fallin að útþynna valdið og gera það óábyrgt. Ætli þar sé ekki það sem hangir á spýtunni?
Hanna Birna hefur sýnt af sér ámælisverða hegðun sem innanríkisráðherra. Hún hefur þrátt fyrir mikla hæfileika ekki staðið undir væntingum landsmanna. Þetta er jafnvel Bjarna Benediktssyni ljóst og því er hann að leita nýrrar leiðar til að krafsa sig út úr vandræðunum.
Vandræðagangur þessarar ríkisstjórnar er mikill. Flækjustigið vex með hverjum deginum sem líður.
Eigum við eftir að sjá fleiri fagrar fjólur þessara skærbrosandi stjórnmálamanna, Bjarna og Sigmundar?
Þjoðarskútan í höndum þessarra manna er mjög nálægt strandi!
Góðar stundir en án ævintýrastjórnmálamanna!
Guðjón Sigþór Jensson, 18.8.2014 kl. 14:59
Heyr á endemi Guðjón !!
Það var flugfreyjuríkisstjórnin sem skipti upp þessu öllu saman til hins verri vegar með miklum tilkostnaði og það án þess að kanna það fyrirfram hvort uppstokkunin gæfi minnkaðan kostnað. Þetta var geðþóttaákvörðun dauðans !
Kom á daginn að kostnaður var meiri en fyrir var eins og kom fram í umfjölunum fjölmiðla síðar meðal annars.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.8.2014 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.