Hvernig eiga fjölmiðlar að vera?

Öfgaskoðanir eru því miður að verða allt of algengar. Fréttir af öfgum eru að verða ansi fyrirferðamiklar í fjölmiðlum. Skýrt dæmi þessa eru öfgaskoðanir gagnvart Evrópusambandinu.

Auðvitað er Evrópusambandið langt frá því að vera „heilagt“ gagnvart gagnrýni, öðru nær. En gagnrýni á að vera byggð á rökum og leiða til að bæta og breyta en ekki til að grafa undan eins og tilgangurinn er með mörgum þeirra sem setja fram öfgakenndar skoðanir.

Ef litið er á fjölmiðla og starfsemi þeirra má spyrja: Af hverju eru fjölmiðlar að vekja sérstaka athygli á öfgaskoðunum og ekkert verið að draga úr? Hins vegar er lítt sinnt að draga fram gagnstæð sjónarmið og þá að leita eftir skynsamlegum rökum og sjónarmiðum? Þarna skilur milli áróðurs og upplýstrar umræðu.

Áróðurinn er eins og síbylja þar sem sífellt er verið að endurtaka sama gaggið: að vera á móti Evrópusambandinu. Þessi áróður er bæði lævís og léttvægur. Hann byggist lítt á rökrænni skoðunarmyndun heldur er eins og klisja sem þess vegna kæmi frá þeim sem hefur lesið of mikið af Mein Kampf og áþekkum áróðursritum.

Fjölmiðlar verða að leita hófs og leiða fram vitræna umræðu en forðast þessa klisjukenndu upphrópunarumræðu sem vart getur talist sérlega skynsamleg. 


mbl.is „Evrópa tilheyrir okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar eru ekki í ESB og átta sig þessvegna ekki á því, hvað miðstýringin frá Brussel er umsvifamikil. Það er vart að þjóðirnar geti ráðið sér sjálfar, því EU lög ná yfir landslög þjóðanna. Brussel skiptir sér af öllu, inn í smæstu smáatrið.

Kratar hafa, eins og venjulega, byggt upp óheyrilegt pappírsbákn og deildir til að útvega sínum mönnum fína stóla í EU og enn stækkar báknið. Þetta er orðið ok, sem fólk vill losna við.

v.johannsson (IP-tala skráð) 28.5.2014 kl. 17:00

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Íslendingar eru ekki í ESB en þurfa samt að taka upp lög þess batterís. Það kallar maður sko umsvif! Öfga, jafnvel.

En... þú veist, þú *verður* að vera með eða á móti. Annað er bara ekki móðins, og hefur aldrei verið.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.5.2014 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband