Meinlokan í neikvæðum viðhorfum gagnvart Evrópusambandinu

Allar aðildarþjóðirnar að Evrópusambandinu telja sig hafa haft mikinn hag af inngöngu í Evrópusambandið. Hagur ríkja er bæði sameiginhelgur sem og hagur einstakra ríkja.

Viðhorfin gagnvart Evrópusambandinu hafa verið tengd mikillri tortryggni, allt að því grátlegri. Evrópusambandið er ekkert öðruvísi en stórt félag sem vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum allra sem aðild hafa að því. Það er mjög einkennilegt þegar verið er að reyna að fullyrða eitthvað sem stenst ekki:

Fullyrt er að aðild að Evrópusambandiu þýði endalok sjálfstæðis þjóðar. Þetta er rangt. Ekkert ríki sem hefur gerst aðildarríki hefur tapað sjálfstæði sínu. 

Fullyrt hefur verið að íslenskur landbúnaður verði rústaður og verði að engu hafður. Markaðasvörur frá Evrópusambandinu muni grafa hratt undan framleiðslu íslenskra bænda.Þetta er einnig rangt. Það eru ekki markmið Evrópusambandsins að eyðileggja holla og heilbrigða landbúnaðarframleiðslu sem rekin er á útjaðri Evrópusambandisns oft við erfiðar og óhagkvæmari framleisluaðstæður. Evrópusambandið vill viðhalda og styrkja framleislu sem þessa.

Fullyrt er að forræði okkar yfir fiskveiðiheimildum verði einnig  að engu höfð innan Evrópusambandsins og haft fyrir satt að LÍÚ sé alfarið á móti aðild. Þetta má rökstyðja á vissan hátt en hvernig er hægt að skilja fiskveiðiheimildir Samherja öðru vísi en þeim hefur verið úthlutað gegnum Evrópusambandið fiskveiðiheimildir og kvóta fyrir ströndum Norðvestur Afríku? Þar stunda þeir umtalsverðar úthafsveiðar sem eru þeim ekki til fyrirmyndar.

Það er ekki markmið Evrópusambandsins að rústa fiskveiðistjórnun sem hefur reynst vel. Íslendingar hafa margsinnis orðið fyrir því að eyðileggja fiskistofna og fengið þá reynslu að ekki verði meira tekið úr náttúrunni en náttúran er tilbúin sjálf að framleiða. Við höfum dregið þann lærdóm að við verðum að hafa góða stjórn á fiskveiðum. Þetta er viðurkennt í Evrópusambandinu og meira að segja Íslendingum talið til hags að hafa tekið skynsamlega stefnu í þessum málum.

Því miður verður að segja sem er að svo virðist sem heimskan hfir fremur verið beitt í rökræðum fremur en draga fram sannleikann og skynsamleg rök.

Í mínum huga er hvergi nokkurs staðar í heiminum eins langt gengið til að vernda frelsi einstaklingsins, mannréttindi og lýðræði.

Það kann að vera að þessir hlutir sé eitur í beinum þeirra sem telja sig missa forræði valds að stjórna land og lýð.

Innan Evrópusambandsins er margt mjög skynsamlegt og má benda á að hvergi standa mannréttindi neins staðar eins langt og innan þess í veröldinni.

Evrópusambandið er okkur góð og skynsamleg vörn gegn ásælni ríkja sem kunna að verða okkur fjandsamleg og gleypa okkur með manni og mús. Má benda á Kínverja sem hafa verið að færa sig mjög mikið upp á skaftið og hafa áform um að færa hagsmunasvæði  um norðanvert Atlantshaf. Íslensk leppstjórn væri draumurinn. Fyrir rúmum 60 árum innlimuðu Kínverjar Tíbet. Ísland getur orðið auðveldari biti fyrir þá að gleypa!

Eg hvet alla til að lesa greinar eftir Einar Benediktsson fyrrum sendiherra sem er okkar einn helsti sérfræðingur á sviði utanríkismála. Síðasta greinin hans birtist í Fréttablaðinu 10.maí s.l. 


mbl.is Gæti hafið viðræður fyrirvaralaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband