Gott hjá Steingrími - fleiri mættu taka hann sem fyrirmynd

Eiginlega er ekkert fyrir Steingrím að skammast fyrir. Hann gerði ekkert rangt, kannski hefði mátt ganga lengra að inna núverandi forsætisráðherra hvernig hann ætli sér að efna kosningaloforðin!

Sigmundur kvað engan vanda að fjármagna kosningaloforðin. Leggja ætti ofurskatt á bankana og braskarana sem keyptu kröfurnar á lágmarksverði. Nú á að láta ríkissjóð borga og þá með almennu skattfé. Hvers vegna ekki að skattleggja braskarana? Eru þeir gegnir í Framsóknarflokkinn eða greitt fúlgur í kosningasjóð flokksins, eða Sigmundi prívat og persónulega?

Sigmundur virðist ekki vita neitt um siðleysi. Þegar hann talar um að matvælaskortur sé yfirvofandi í heiminum vegna loftslagsbreytinga fagnar hann því þar sem matvæli hækki í verði og þá verði hægt að framleiða meira hér á landi til að græða á ástandinu. Og um hvalveiðar vill hann steyta hnefanum framaní bandaríkjaforseta og náttúruverndarfólk. Þvílík hræsni! Og þetta er svonefndur forsætisráðherra.

Hann er ekki forsætisráðherra þjóðarinnar. Sigmundur Davíð er forsætisráðherra þröngsýnnar valdaklíku braskara og gróðamanna! 


mbl.is Steingrímur baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það færi best á því að Steingrímur gerði fyrst upp eigin svik og síns flokks áður en hann ræðst á aðra.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband