2.4.2014 | 08:47
Á að storka BNA og umheiminum?
Hvalveiðar hafa lengi þótt umdeildar. Helsta ástæðan er sú að dráp þeirra er mjög tímafrekt og veldur sláturdýrunum miklum og langvarandi sársauka. Í dag þykir vera af siðferðislegum ástæðum nauðsynlegt að stytta kvalir sláturdýra á dauðastund þeirra sem allra mest þannig að dauði dýrsins taki sem stystan tíma, helst að sé einungis örskotsstund. Dauðastríð hvala getur varið jafnvel klukkustundum saman þrátt fyrir sprengiskutul og áþekkra drápstækja.
Önnur ástæða er að margar tegundir hvala eru í mikillri útrýmingarhættu eins og sléttbaks sem var nánast gjöreyddur fyrir ströndum Íslands um aldamótin 1900.
Það var ekki mikil fyrirhyggja Einars Guðfinnssonar sem sjávarútvegsráðherra í janúar 2009 að veita á eigin spýtur leyfi fyrir hvalveiðum. Hann bar þessa ákvörðun sína ekki undir neina hagsmunaaðila nema eins manns sem hefur haft óslökkvandi áhuga fyrir áframhaldandi hvalveiðum, Kristjáns Loftssonar. Sá maður er mjög fastur fyrir á skoðunum sínum og telur sig hafa meira vit á þessum málum en flestir aðrir. Sjálfsagt er Kristján einn mesti fróðskaparmaður um hvalveiðar sem í dag þykja gamaldags og allt að því fyrirlitlegar. Sumir vilja jafnvel réttlæta hvalveiðar með þeirri röksemd, að þeir eti fiskinn frá okkur sem við með sjálfelsku okkar teljum okkur ein að njóta. Þetta eru eins og hver önnur falsrök enda eru sumar hvalategundir eins og langreyður sem lifa á átu og smádýrum í sjónum en hvorki djúpsjávar fiskum eða uppsjárfiskum.
Hvalveiðar hafa enga þýðingu lengur fyrir efnahag okkar eins og áður var. Þegar ákveðið var að leggja hvalveiðar af fyrir um aldafjórðung voru landstekjur af hvalveiðum innan við 1% af landsframleiðslu Íslendinga.
Hvalaskoðun hefur verið mjög vaxandi atvinnugrein hér á landi og er einn stærsti vaxtabroddurinn í ferðaþjónustu hér á landi. Gömlu hvalveiðiskipin gætu orðið vinsæl í því skyni væri þeim breytt. Þau eru knúin af gömlum gufuvélum sem eru í dag mjög sjaldgæfar og þykja vera gersemi í ferðaþjónustu. Fyrir nokkrum árum sigldi eg með ferðafélögum mínum í Skógræktarfélagi Íslands á einu slíku um stöðuvatn eitt í Skotlandi. Gufuvél skipsins var sérstakt aðdráttarafl og vakti gíðarlega athygli. Á það hefur verið bent að gömlu hvalveiðiskipin hafi viðskiptatækifæri, ekki til áframhaldandi umdeildra hvalveiða , heldur sem hvalaskoðunarskip.
Mjög líklegt er að slík útgerð geti fært eiganda sínum meiri arð en þrjóskufulur vilji að halda áfram hvalveiðum sem enginn vill.
Sjálfsagt er að hafa sem besta samvinnu við allar þjóðir heims en ekki að storka þeim og valda reiði og tortryggni. Við eigum að vera friðsöm menningarþjóð sem stendur með réttarríkjum heims.
Obama vill aðgerðir vegna hvalveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju hætta ekki þessi ríki að depa fólk,er það eitthvað sem ekki má tala um,ég held að
það sé eitthvað mikið að hjá þjóðum,sem ekki banna dauðadóma,Mosi ég bara spyr þig???
Haraldur Haraldsson, 2.4.2014 kl. 12:16
Já var það ekki. Einn hérna að blogga sem er að gera á sig af hræðslu við kanan með sitt rugl. Fari USA til helvítis bara með sitt væl og tuð. þetta er mesta hryðjuverkaland í heimi. þarna er ekkert til sem heitir lýðræði lengur. Enda á þessi þjóð enga vini lengur. USA á bara hagsmuni og það skammtíma hagsmuni sem sést best á njósnum þeirra um nánustu "vina" þjóðir.
Obama er einn versti og ógeðfeldasti forseti fyrr og síðar og alveg á pari við Bush jr hvað varðar mannréttindabrot og árásir á óbreitta borgara.. Við skjótum okkar hvali áfram Guðjón. Vinir þínir í USA geta skotið fólk líka áfram.. Ekki eins og vioð höfum verið að hvarta undan því við þá er það?
ólafur (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 00:20
Auðvitað fordæmum við dauðadóma hvar sem er í veröldinni Haraldur. Og auðvitað fer fjarri að Bandaríkjamenn séu hafnir yfir gagnrýni. Þeir eru stæstir í vopnaframleiðslu, stæstir í vopnasölu og stæstir í vopnaburði og öllu því ofbeldi sem því fylgir. En BNA er réttarríki eftir sem áður þó margt sé fáranlegt þar vestra í þeim efnum. Við verðum að vona að í opnu samfélagi gerist það óvænta: að vaxandi gagnrýni á vopnaframleiðslu, sölu og notum af þessum stórvarasömu hlutum sem eru engin leikföng í höndum óvita, verði til að koma þessu í betra horf.
Guðjón Sigþór Jensson, 3.4.2014 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.