Skil heldur ekki þessa græðgisvæðingu

Nú er að skjóta upp kollinum mikil græðgisvæðing. Menn taka sig til og telja sig hafa rétt á að setja upp gjald til að skoða náttúruauðlindir jafnvel þó þær séu í almanna eigu.

Ein hlið á þessu er mjög einföld: Nú gæti einhver að hrasa á gömlum og lúnum stígum og gæti sýnt fram á misfellur eða galla á yfirborði stígsins að hann hafi hrasað. Mjög líklegt er að viðkomandi teldi sig vera á ferð í réttarríki og stefni þeim sem innheimti gjaldið. Mjög líklegt er að viðkomandi verði dæmdur réttur enda felur gjaldtakan í sér ábyrgð að hættulaust sé að vera þarna á ferð.

Gjaldtökumenn hafa ekki lagt út krónu að bæta aðstöðu þarna við hverina, hvorki merkingar, fræðslu né salernisaðstöðu svo dæmi sé nefnt. Hugur þeirra er fyrst og fremst bundinn að græða sem mest án nokkurra útgjalda og stynga gróðanum á sig án þess að gera ráð fyrir virðisauka eða hlutdeild ríkissjóðs. Þetta er eins og hvert annað gertæki þar sem þessir gróðapungar taka sér lögin í sínar hendur.

Þeir skilja ekkert í sjónarmiðum annarra. Eg átta mig heldur ekki á sjónarmiðum þeirra heldur enda virðist sem refirnir séu skorninr til að græða sem mest á sem fyrirferðaminnstan hátt!

Eg sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna um Ísland meira en 20 sumur tek ekki þátt í græðgisvæðingu braskaranna.


mbl.is „Skil ekki þessa náttúruverndarstefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Vel mælt hjá þér Guðjón....

Stefán Stefánsson, 30.3.2014 kl. 20:33

2 identicon

Og hefur þú sem "leiðsögumaður erlendra ferðamanna um Ísland meira en 20 sumur" spurt landeigendur um leyfi hvort að þú megir fara um lönd þeirra og dveljast þar? og hvar þá?

þorkell (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 23:11

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessu er til að svara Þorkell að öllum er heimil för um ógirta náttúru landsins. Svo mæla náttúruverndarlögin og eftir þeim ber að fara í þessum málum.

Ef eg væri að fara yfir girt land væri eg kominn á grátt svæði. Leiðsögumenn forðast slíkt enda ber okkur að virða einkarétt annarra sem ekki er í þessu tilfelli. Þessar rukkunaraðgerðir bera öll merki græðgisvæðingar og er tvímælalaust brot á landslögum. Má t.d. benda á að í almennum hegningarlögum er lögð refsins við að taka sér lögin í sínar hendur.

Má t.d. benda á 186. gr. almennra hegningarlaga: Nú vinnur maður í heimildarleysi starf, sem opinbert leyfi eða viðurkenningu þarf til að gegna, og skal hann þá sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, ef ekki er ákveðin sérstök refsing við brotinu í öðrum lögum.

Augljóst er að skattur eða gjald verði ekki lagt á nema með stoð í lögum. Í þessu gjaldtökumáli er ekki vísað til neinnra lagagreina né annarra réttarheimilda og er því að öllum líkindum ólögmæt.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.3.2014 kl. 13:32

4 identicon

Þú ættir þá að lesa lögin betur. 22.gr. Skipulagðar hópferðir. Þegar skipulagðar eru hópferðir í atvinnuskyni um eignarlönd skal hafa samráð við eiganda lands eða rétthafa um umferð manna og dvöl á landi hans. osfrv...

Þetta virðist vefjast ansi mikið fyrir ykkur leiðsögumönnunum og þetta fjallar um ykkar starfsemi.Kurteisi kostar ekkert en getur margborgað sig. Það að selja ferðir inn á annara manna lönd í algeru leyfisleysi, hirða gróðan sjálfir en láta landeigandann sitja uppi með kostnaðinn er fullkomin svívirða. Þarna er ég t.d. að nefna Kerið auk margra annara staða á landinu. Keyra heilu rúturnar inn á hlað hjá fólki og skilja þær eftir meðan hópurinn þrammar um landið og verða svo brjálaðir þegar sett er út á þetta. Af hverju á ferðaþjónustan ekki að borga fyrir náttúruauðlindina eins og útgerðin???

þorkell (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 23:46

5 identicon

Þú gerir þér alveg grein fyrir því Þorkell að útgerðin borgar fyrir auðlindina vegna þess að ekki mega allir fara og veiða, er það ekki? Ef um er að ræða sameign þjóðarinnar, sem þó er ekki nema fyrir fáa, þá skal borga. Reyndar lágt gjald ef út í það er farið.

Náttúran er líka sameign þjóðarinnar, en þar bregður svo við að þar mega allir nýta hana. Þess vegna þarf ekkert að borga.

Þú áttar þig alveg á þessu er það ekki Þorkell minn?

Jónas (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 19:38

6 identicon

afhverju er ekki hægt að hækka gjöld um smá aur á mann í skipulögðum ferðum til að koma til móts við eiðileggingu af þeirra völdum. alveg óþarfi að hafa eithverja skíta kalla rukkandi alla um pening
ferðaþjónustu fyrirtæki hýsjið upp um ykkur lappirnar. þetta þarf ekki að vera svona , ef þið ættlið að græða á því að traðka um annarmanna lönd eða ríkis lönd þá skuluð þið borga smá fyrir það . og ekki skattalega séð.  

ragnar (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband