Nær Hvalveiða-Einar að bera klæði á vopnin?

Kjánalegasta, skammsýnasta, heimkasta og skammsýnasta tillaga kemur frá svonefndum utanríkisráðherra um afturköllun aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Hann er leiksoppur og verkfæri í höndum mesta afturhaldsins á Íslandi sem nýlega samdi við Kínverja um viðskipti en það hefur ekki farið framhjá fjölmiðlamönnum og fréttahaukum í Evrópu að þetta eru sömu stjórnvöld sem vilja ekki rækta góð samskipti við ríki Evrópusambandsins.

Grundvöllur Evrópusambandsins er að draga úr hindrunum sem landamæri höfðu fyrr í för með sér og greiða götu hugmynda, viðskipta, fjármagns, vinnuafls og menningar innan Evrópu þar sem mannréttindi og lýðræði eru virt í hvívetna. Þetta vill hvorki Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. hins vegar vilja þeir rækta viðskipti við eitt langversta einræðisríki allrar veraldar þar sem hvorki mannréttindi né lýðræði eru metin til margra fiska.

Á hvaða leið erum við undir stjórn þessara ævintýramanna?

Þessir flokkar töldu sig ekki bera ábyrgð á einkavæðingu bankanna, né falli þeirra sem olli mestu kollsteypu Íslandssögunnar. Þeir telja sig hafa vægast sagt mjög frjálsar valdheimildir sem binda íslensku þjóðina við hverja þá vitleysu sem þeim dettur í hug.

Þessi ríkisstjórn er EKKI mín ríkisstjórn. Þessir stjórnarherrar vilja stýra landi og þjóð eins og bananalýðveldi.

Ríkisstjórn og þjóðin eru ekki sammála. Auðveldasta og lýðræðislegasta leiðin er að skipta um ríkisstjórn. Hún er hins vegar á þeim buxunum að hún eigi að ráða og eigi að sitja sem fastast. Verður þjóðin þá heilaþvegin eða verður skipt um þjóð? Kínverjar væru ábyggilega til að senda eins og hálfa milljón Kínverja hingað ef þessi ríkisstjórn greiddi götu þeirra.


mbl.is Samkomulag um framhald málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hættu nú að taka þessi sterku lyf. Þau hljóta að vera ástæðan fyrir því hvernmig þú skrifar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.2.2014 kl. 20:39

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað áttu við? Og hver ert þú?

Guðjón Sigþór Jensson, 28.2.2014 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243413

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband