25.2.2014 | 00:02
Bjarni grefur sér djúpa pólitíska gröf
Við Íslendingar erum nálægt 70% tengdir gegnum EFTA og síðar ESE við Evrópusambandið. Meginviðskiptalönd okkar eru í Evrópu og gjaldmiðillinn sem gengur á milli í viðskiptum eru evrur, nema á Íslandi!
Braskaralýðurinn sem bæði Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson eru ágætir fulltrúar fyrir vilja halda dauðahaldi í krónuna, þennan vandræðagjaldmiðil sem hefur verið nánast gervigjaldmiðill frá 1886 þegar Landsbankinn var stofnaður. Og þessir aðilar tengjast hagsmunahóp sem telur framtíð sína vera tengda við krónuna en allt of oft bar brugðið á ráð arðráns vinnandi fólks á Íslandi með gengisfellingum.
Núverandi ríkisstjórn byggir tilveru sína á blekkingum og kosningatrixi. Nú eftir að þjóðin hefur setið uppi með þessa ríkisstjórn í meira en 8 mánuði, bólar ekkert á einu einasta kosningaloforði nema einhverjum loðnum fyrirheitum sem enginn skilur í nema Sigmundru Davíð sem að öllum líkindum er kominn í beinan ættlegg frá Merði Valgarðssyni.
Þýski heimspekingurinn og rithöfundurinn Friedrich Nietzsche sagði að tómt mál væri að koma sannleikanum að hjá fólki sem hefði trú og traust á það sem í þýsku er nefnt Illusion. það orð hefur verið nefnt á íslensku glapsýn, tálvon og jafnvel blekking. Vel mætti nefna það mýraljós enda eru sagnir um að menn hafi glapst út í botnlausar mýrar til að freistast að höndla það. Nietzsche átti við að meðan fólkið trúi á tálsýnina verði ekki komið vitinu fyrir það. Núna virðist það fólk sem kaus þessa stjórnarflokka vera að átta sig á það var svívirðilega blekkt. Og reiði þess mun vaxa!
Ranglega stofnað til málsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 243410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Evran er notuð í viðskiptum hér og nokkur fyrirtæki sem gera upp í Evrum, sem og dollurum. Þetta eru alþjóðlegar viðskiptamyntir.
Aðeins 17 af 28 evrópubandalagsríkjum hafa evru sem Gjaldmiðil. Aðeins ein norðurlandaþjóð. Finnar.
Þú ert líklega haldin þessari illusjón sem Nietzsche talar um. Allavega hefur þú ekki græna glóru um hvað þú ert að tala.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2014 kl. 00:35
Við höfum haft handónýtan gjaldmiðil allt of lengi. Þú villt kannski hafa þessa veiku krónu áfram sem er undirrót allra vandræða vegna kjarasamninga og efnahagsstjórnunar? Danir hafa tengt sína krónu evru og hefur það lukkast.
Vísa síðustu tveim setningum þínum til föðurhúsanna.
Guðjón Sigþór Jensson, 25.2.2014 kl. 08:06
Guðjón, þú hlýtur að átta þig á að krónan er ekki veik af því að hún er króna. Hún er veik af því að hér hefur árum saman verið léleg efnhagsstjórn. Veik króna er afleiðing en ekki orsök. Við fáum ekki að taka upp evru hér fyrr en efnahagsstjórnin hefur verið löguð þó svo að við værum í bandalaginu.
Við verðum sjálf að taka til í okkar eigin ranni. Evrópubandalagið gerir það ekki fyrir okkur. Við getum fengið aðstoð við það ef við tlejum þess þörf óháð því hvort við erum þar inni eða ekki
Landfari, 25.2.2014 kl. 09:21
Langflest fyrirtæki á Íslandi gera upp í evrum. Viðskipti okkar við útleönd fer fram í evrum, hvað rugl er það að þurfa að búa við einhverja sýndargjaldmiðil sem enginn vill?
Danir tengja sína krónu við evruna og er það einhver sýndarmennska að vilja endilega hafa þá mynt.
En auðvitað er langur vegur inn í Evrópusambandið. Við getum ekki uppfyllt Maastrickt samninginn en eigum að stefna á það.
Stöðugleiki í viðskiptum er það sem allir vilja, nema auðvitað braskaranir sem sjá áframhaldandi möguleika að auðga sig með gengisfellingum og braski tengdum fjármunum.
Guðjón Sigþór Jensson, 25.2.2014 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.