Forysta Sjálfstæðisflokksins lætur kúga sig

Lang flestir sem hafa kynnt sér stjórnmál, viðskipti og samstarf Evrópuríkja sjá fyrir sér marga góða kosti við aðild að Evrópusambandinu. Danir, Finnar og Svíar hafa ekki kvartað og er einkennilegt að ekki sé minnst aukateknu orði á þá staðreynd. Viðskiptaráðið og atvinnurekendur sem og ASÍ vilja aðild en andstaðan er helst hjá núverandi forystu Framsóknarflokksins.

Aðild að Evrópusambandinu er góð trygging fyrir auknum stöðugleika í samfélaginu. Það vill forysta Framsóknarflokksins ekki!

Íslenska er neinn af lélegustu gjaldmiðlum heims og hefur lengi verið. Enginn heilvita maður vill sjá íslensku krónuna og vildu gjarnan hafa gjaldmiðil sem unnt er að treysta. Forysta Framsóknarflokksins vill halda dauðahaldi í íslensku krónuna enda er hún orsök margs kyns brasks, blekkinga og svika þar sem gengisfellingum í þágu auðmanna er gjörnýtt.

Betri tengsl við Evrópuríki á sviði viðskipta, efnahagsstjórnar, stöðugleika og menningar fer gegnum Evrópusambandsins. það vill forysta Framsóknarflokksins ekki því hún telur betur komið að eiga viðskiptasambönd við Kína, eins versta einræðisríkis heims þar sem mannréttindi eru ekki metin upp á marga fiska.

Innan Evrópusambandsins er mikið starf háð á sviði menningar, umhverfisverndar, neytendavewrndar, mannréttinda og sitthvað fleira. Forysta Framsóknarflokksins vil þetta ekki enda telur hún hafa meira vit í kolli fárra en allt Evrópusambandið.

Innan Evrópusambandsins er kappkostað að efla sem mest lýðræði og ákvörðunarrétt þegnanna. Vill forysta Framsóknarflokksins gefa öllu þessu langt nef? 

Og þú líka Brútus: Hvers vegna vill Sjálfstæðisflokkurinn ganga undir þessa einstefnu Framsóknarflokksins og gera ekkert úr því mikilvæga starfi sem fólst í viðræðunum og Íslendingar höfðu haft töluvert gagn af? Er forysta Sjhálfstæðisflokksins viljalaus og lætur Framsóknarflokknum að ráða?

Ansi er eg hræddur um að Ólafi Thors hefði þótt forysta flokksins lúti lágt í duftið að gera allt til að þóknast duttlungum og frekju Framsóknarflokksins.

Bjarni Benediktsson afsalaði sér nánast báðum mikilvægustu embættuunum, forsætisráðherrastólnum og utanríkisráðuneytinu. Og tekur að sér langerfiðasta, óvinsælasta og umdeilasta ráðuneytið!

Það getur verið gott fyrir Sigmund Davíð að hafa góðan og hlýðinn fjósamann sem samþykkir hvaða dellu hans sem er. 


mbl.is Umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég spyr þig eins og annar bloggari fyrr í kvöld -- ertu á lyfjum ???

Hvernig væri að þú spyrðir grikki, spánverja, ítali, ira og fleiri svo ekki sé tallað um breta sem eru alvarlega að huga að úrsögn og höfðu þeir nú vit á að taka ekki við Evruræskninu.

Þessir sem ég nefndi fyrr eru að kafna undan þessari blessun sem sambandið hefur verið þeim og Everan sligað efnahag þeirra. Ertu búinn að gleyma nánast borgarastyrjöldinni á Grikklandui fyrir ekki löngu siðan - þökk sé Evrunni og Evrópusambandinu ?

Flest ríkin innan sambandsins líma við stórkostlegt atvinnuleysi og á meðan ekki var komið Evru- eða alþjóðlegt bankahrun þá voru spánverjar, frakkar og grikkir með mun meira atvinnuleysi en við höfðum það mest í bankahrunsafleiðingunum.

Taktu nú heyrnartappana úr eyrunum og hafðu gleraugun á þér og lestu þig til og hlustaðu á fréttir áður en þú heldur áfram.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 22:17

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Svo er óráðsían svo skelfileg og bókhald þess í molum að í ein 15 ár hafa löggildir endurskoðendur neitað að árita reikninga og bókhald Evrópusambandsins.

Er þetta draumurinn ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband