Siðferði hverra?

Við búum á tímum umburðarlyndis og frjálsra tjáningarmáta, aukins lýðræðis og mannréttinda. Því miður vefst fyrir sumum þjóðarleiðtogum hvernig framkvæma megi þessi nýju viðhorf. Í Úganda þykir stjornvöldum sjálfsagt að berja niður sérhverja tegund mannréttinda eins og hvað kynhneigð snertir.

Á íslandi telja stjórnvöld sér ein bær að ákveða hvort Íslendingar eigi að halda áfram viðræðum við Evrópusambandið eðður ei. Við eigum ekki að fá nýja stjórnarskrá nema þá sem afturhaldsamasti lögfræðingur landsins telur landinu þörf á. Við eigum ekki að fá nýtísku náttúruverndarlög. Allt er núna nánast undir einræði eins stjórnmálaflokks, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn virðist hlýða honum í einu og öllu!

Einhver versta niðurlæging nokkurs stjornmálaflokks er að eftirgefa mikilvægustu ráðherraembættin en taka fegins hendi erfiðasta og vanþakklátasta ráðherraembættinu, fjármálaráðuneytinu. Er hægt að leggjast lægra fyrir ofurvaldi Framsóknarflokksins?

Sigmundur Davíð komst upp með að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vegna Icesave. Nú er Icesave draugurinn uppvakinn og er einbeittur að beita spjótum sínum að Sigmundi Davíð?

Í síðasta samningi um Icesave vildi Sjalfstæðisflokkurinn velja skástu leiðina að semja og þá hefði þetta vandræðamál verið úr sögunni fyrir eitt skipti fyrir öll. Af hverju var Sjálfstæðisflokkurinn að semja við þennan sama vandræðamann um nýja ríkisstjórn í stað þess að doka við og vera aftur í lykilaðstöðu?


mbl.is Til varnar siðferði þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband