13.2.2014 | 12:54
Að rukka fyrir aðgang sem er í eigu annars aðila
Þessi uppákoma við Geysi er alveg einstök. Hvernig má það vera að einhverjir gróðamenn eigi að komast upp með að taka upp greiðsluskyldu fyrir aðgengni að svæði sem er í eigu annars aðila, þ.e. ríkisins.
Ef einkaframtakinu verður heimilt að gera þetta væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir taki sig til, setji upp rukkunaraðstöðu og taki gjald fyrir að skoða Gullfoss, Þingvelli, Seljalandsfoss, Skógarfoss, Giðafoss, Dettifoss og aðra þekkta ferðamannastaði. Og ef menn nenna ekki að leggja á sig að fara út á land, þá gætu menn tekið upp á að rukka erlenda ferðamenn sem og innlenda sem leið eiga um Austurvöll eða Skólavörðuholt í Reykjavík. Mjög algengt er að erlendir ferðamenn eyði töluverðum tíma at taka myndir af Dómkirkjunni sem og Hallgrímskirkju sem þykir að mörgu leyti einstök í heiminum.
Og menn gætu með dálítillri þolinmæði orðið loðnir um lófana, og það alveg skattlaust enda er fremur ólíklegt að nokkur vilji fá kvittun fyrir einhverjum hundraðköllum.
Einkaframtakið getur verið ágætt en þegar verið er að koma ár sinni betur fyrir borð á kostnað annarra þá er þetta ekki það sem koma skal.
Nú er það nýjasta í máli einkaframtaksins við Geysi að borið er fyrir sig formgalli við afsal frá 19. öld! Þessi meinti formgalli hefur aldrei áður komið til umræðu og ætli það sé ekki nokkuð seint tekið á þessu máli?
Ríkið mun bregðast við gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekki alveg ný aðferð á Íslandi:
Þannig háttar til að eftir endilangri Staðarsveit á Snæfellsnesi liggur melahryggur. Staðarsveitin er mýrlend og víða keldur og lítil stöðuvötn. Því lá aðalferðaleiðin um malarhrygginn Ölduhrygg. Sagt er að Grani bóndi á Staðarstað eða Stað á Ölduhrygg eins og bærinn hét fyrrum hafi hlaðið garð um þjóðbraut þvera, svonefndan Granagarð, mikið mannvirki. Á garðinum hafði hann hlið og innheimti þar toll af vegfarendum.
Grani tollheimtumaður varð ekki vinsæll af þessu uppátæki sínu og einn morguninn fannst hann hangandi í snöru á öðrum hliðstólpanum, dauður.
Ágúst H Bjarnason, 13.2.2014 kl. 15:13
Dæmið hjá Kerinu sýnir glöggt hvernig einkaframkvæmdir í ferðamennskunni haga sér. Þar eru rukkaðar aðgangseyri án þess sem nokkur sé bætt á svæðinu: Engar stígar sem koma í veg fyrir að menn renna til og slasa sig, ekki sjást í salerni á þessum stað. Það einasta sem hefur breyst er að þarna er skúr sem menn eiga að borga - að vísu fá þeir einhvern bækling - en annað er allt eins og var. Allar aðstöðurnar voru þegar til, borgað af ríkinu.
Úrsúla Jünemann, 13.2.2014 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.