Stjórnmál er suðupottur sem sumir brenna sig illa á

Oft hefur verið sagt að heiðarlegt fólk eigi ekkert erindi í pólitík. Þar eru allskonar skilmingar af ýmsu þar sem ekki eru alltaf heiðarlegar. Oft eru menn lostnir í launsátri og komið mjög refslega við fólk. Þar eru oft hagsmunaaðilar og hagsmunagæsluaðilar. Eitt augljósasta dæmið á síðari tímum má þar nefna kvótamálið. Kvótakerfi var innleitt að forgöngu Framsóknarflokksins 1983 til reynslu í eitt ár. Síðan var kvótinn festur í sessi, útgerðarmönnum leyft að veðsetja hann og ráðstafa sem sína eign. Með þessu gátu þeir sem höfðu kvóta gert hann að féþúfu.

Vinstri stjórnin hugðist leggja sérstakt auðlindagjald á kvótann, sem er hugsuað sem n.k. greiðsla fyrir afnot hans, rétt eins og tíðkast á venjulegum leigumarkaði. Þessu var harðlega mótmælt af hagsmunaaðilum og núverandi ríkisstjórn með kvótabraskarana að bakhjarli breytti lögm vinstri ríkisstjórnarinnar og nánast afnam gjaldið. Um 40.000 Íslendingar mótmæltu og hvöttu forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson að neita staðfestingu og leggja málið undir þjóðaratkvæði.

Ekki varð forseti við þessari ósk þar sem hann taldi sig vera fremur bundinn velvilja ríkisstjóirnarinnar en þjóðarinnar. Þar brást hann illilega trausti þjóðarinnar.

Stjórnmálin er vettvangur þar sem helst menn sem einskis svífa. Þeir þurfa helst af öllu að vera vel að sér í riti Macchiavellis, Furstanum en það rit er um 500 ára um þessar mundir. Þar eru ráðleggingar hvernig krækja má sér í völd og halda þeim. Sennilega er Davíð Oddsson einn af þekktari núlifandi lærisveinum Macchiavellis og sennilega má bæta Ólafi Ragnari og Sigmundi Davíð við. Þessir þrír menn sem nefndir hafa verið hafa verið einstaklega seigir og ekkert virðist þeim vaxa í augum. 

Þeir Ólafur og Sigmundur tala um samstöðu þjóðarinnar. Hvernig geta þessir menn vogað sér að tala um samstöðu þjóðar sem þeir hafa nýlega klofið? Davíð Oddsson er einangraður og eru völd hans ekki nema svipur frá sjón sem áður var í byrjun aldarinnar. Þá var hann „hæstráðandi til sjós og lands“ og enginn þorði að andmæla honum í Sjálfstæðisflokknum nema örfáir. Þeir sem það þorðu, máttu þola niðurlægingu og vera ýtt út í ystu myrkur rétt eins og Kremlverjar sendu andstæðinga sína í Gulagið.

Stjórnmál hafa nokkrum sinnum heillað hugsunarfólk. Það hefur náð töluverðum áhrifum eins og Birgitta Jónsdóttir sem eg held að sé einn merkasti stjórnmálamaður þjóðarinnar af þeim sem fremur stutt hafa verið á þingi. Stjórnmalin eru afar harður skóli og þar dugar ekki að kveifa sér eins og núverandi forsætisráðherra hefur þó gert nokkrum sinnum. Ef hann þolir ekki boðaföllin og brimið, á hann að finna sér annan starfsvettvang þar sem hann þarf ekki að beita blekkingum.

Góðar stundir. 

 


mbl.is Píratar þoli ekki álagið til lengdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband