Skynsamleg ákvörðun

RÚV hefur verið logandi í deilum vegna niðurskurðar. Páll stóð ekki með hagsmuni RÚV né starfsmanna gegn vaxandi ágengni fjandsamlegs ríkisvalds. Í Grikklandi var rekstur ríkisins á opinberum fjölmiðlum hætt og allt gefið einkareknum fjölmiðlum. RÚV var á sömu leið. Páll var hallur undir einkarekstur og stefna hans var í eðli sínu endalaust stríð við starfsmenn RÚV sem og alla þá landsmenn sem vilja RÚV eins og það hefur verið hluti af þjóðarsálinni.

Líklega hefði Páll betur átt að standa með starfsmönnum sínum í glímunni gegn stjórnvöldum og hóta uppsögn ef þessi niðurskurðaráform yrðu ekki endurskoðuð. Páll hefur eins og landshöfðingi undir lok veldis síns verið eins og lús milli stjórnarinnar og Alþingis., í tilfelli Páls milli stjórnarinnar og starfsmanna. Þessar deilur innan stofnunarinnar hefðu aldrei átt að ganga jafn langt og raunin varð.

Einkennilegt er að þessi ríkisstjórn hefur safnað að sér meiri óánægju og tortryggni en efni standa til. Nánast allt er skilið eftir í uppnámi, kannski að hugmyndir stóðu þannig til. 

Útvarpsstjórar hafa langsamlega flestir reynst vel. Þeir hafa verið vel menntaðir og viljað halda hagsmunum RÚV í heiðri: Jónas Þorbergsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Andrés Björnsson, Markús og Heimir, þeir vildu forðast deilur sem Páll virtist líka.

Páll finnur sér sjálfsagt fljótlega nýtt starf. Hann deilir og drottnar ekki lengur RÚV. Farvell Páll! Hans verður að öllum líkindum ekki saknað.  Hann hefur tekið skynsamlega ákvörðun enda vart öllu lengur vært í starfi.


mbl.is Páll hættir sem útvarpsstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á ráðherrann sem fyrirskipaði niðurskurðinn ekki að fjúka líka?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.12.2013 kl. 13:14

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Á ekki RÚV bara að fjúka Axel. Það gleymist alltaf að þjóðin er að borga þetta apparat gegn eigin vilja.Þetta er ekki spurning um hagsmuni starfsmanna RÚV gagnvart stjórnvöldum heldur hagsmuni þjóðarinnar gagnvart tilvist þessarar stofnunar.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.12.2013 kl. 13:34

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það vilji þjóðarinnar Jósef?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.12.2013 kl. 13:54

4 Smámynd: el-Toro

ég tel það nú ekki vilja allrar þjóðarinnar að rúv verði lagt niður.

rétt athugað hjá Axel, ef fólk er reitt yfir því sem gerst hefur fyrir rúv, bæði stofnunina og starfsfólkið.....þá á að horfa til þess hvaðan ákvarðanirnar eru teknar.

þetta með að væla yfir Páli, er eins og að kenna bönkunum um bankahrunið...

el-Toro, 17.12.2013 kl. 14:35

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Stór hluta hennar Axel. Þetta er svona svipað og skylda alla þjóðina til að kaupa morgunblaðið. Ég er nú svo skrýtinn að ég tel að fólk eigi sjálft að ráða því hvaða útvarps-,sjónvarpsstöð nú eða aðra fjölmiðla það er áskrifandi að. Þið búið ekki í Sovétríkjunum annó 1980 heldur lýðræðislegu ríki sem heitir Ísland og árið er 2013.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.12.2013 kl. 17:30

6 identicon

Sammála Jósef.

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband