Óviðeigandi viðbrögð

Vel gæti eg trúað að sami ökumaður eigi í hlut og eg lenti einu sinni í leiðindapexi við. Eg var að koma frá Korpúlfstöðum þar sem við hjónin höfðum verið að skoða sýningar listamanna. Nokkur rigning var og „slagaði“ framrúðan svo ekki sást vel út. Ók eg því varlega en jafnskjótt og móðan var farin að gefa eftir jók eg hraðann. Aftan við okkur ók bíll með miklum ljósagangi. Þegar kom yfir brúna yfir Úlfarsá í Staðarhverfi ók þessi ökumaður fram úr okkur og snarstansaði rétt framan við okkur. Mátti engu muna að bílarnir rækust á. Snaraðist ökumaðurinn út úr bíl sínum með miklum munnsöfnuði sem ekki er rétt að rifja upp í öðrum sóknum. Eg spurði manninn einfaldlega hvort hann væri með öllum mjalla, svona hagar sér enginn og ekki væri hann að bæta úr að auka hættuna. Hann snaraði sér inn í bílinn, ók eins og Schumacher í burtu og hefur þessi náungi ekki borið fyrir mín augu síðan.

Ekki kæmi mér á óvart að þetta væri sama ökumaðurinn.

Öllum getur orðið á mistök en er rétt að auka vandræðin með ókurteysi. 


mbl.is Reiddist mjög þegar „svínað“ var á hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband