Rekur Orkuveita Reykjavíkur kjarnorkuver?

Sennilega má telja flestar mælingar sem fróðleiks sem er einskis virði. Mér þótti kyndugar upplýsingarnar á síðasta rafmagnsuppgjöri, dags. 8.11. s.l.:

„Uppruni raforku OR eftir orkugjöfum árið 2012:

Endurnýjanleg orka 66%, jarðefnaeldsneyti 19%, kjarnorka 15%. Birt skv. reglugerð 757/2012“.

Hvergi er minnst á jarðgufuver eins og þau sem eru á Nesjavöllum og Hellisheiðarvirkjun. Eftir þessu rekur Orkuveita Reykjavíkur kjarnorkuver. Þá er vísað í www.or.is/upprunaabyrgdir

Annað hvort hefur þessi síða ekki verið tengd eða henni hefur verið lokað.

Eg sendi auðvitað strax fyrirspurn en starfsmenn Orkuveitunnar virðast vera svo upptekna að rýna í mæla að þeir hafa ekki enn gefið sér tóm að svara gömlum kalli í Mosfellsbæ. En þetta stendur svart á hvítu á reikningum og tel það vera rétt meðan ekki hefur verið leiðrétt. Ef rétt reynist að Orkuveita Reykjavíkur reki kjarnorkuver þá hefur heldur en ekki verið farið aftan að siðunum og slík ákvörðun tekin á vitundar höfuðborgarbúa. 

Þetta mál er dularfullt að ekki sé meira sagt.

Góðar stundir! 

 


mbl.is Allir samtaka í að pissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðjón og fyrirgefðu töf á svörum frá okkur.

Þetta framtal á samsetningu orku er þeim skylt að gera sem selja svokölluð græn vottorð. Þau eru einskonar viðskiptalegur hvati sem Evrópusandið beitti sér fyrir til að auka hlutdeild grænnar orkuframleiðslu í álfunni. Í stuttu máli gengur hugmyndin út á að frá grænum raforkuverum komi tveir tekjustraumar til eiganda þeirra; greiðslur fyrir raforkuna og greiðslur fyrir grænt upprunavottorð.

Landsvirkjun hefur verið öflug í að selja vottorð af þessu tagi, en til að bókhaldið gangi upp, þá þarf sá sem selur grænt vottorð að taka orkusamsetningu heimalands kaupandans inn í sína samsetningu. Um helmingur af allri raforku sem Orkuveitan selur á almennum markaði er keyptur af Landsvirkjun og megnið af þessari erlendu upprunasamsetningu er því fenginn þaðan.

Slóðin á upplýsingasíðuna hefur raskast þegar við breyttum vefnum okkar í sumar. Hér er rétta slóðin: http://www.or.is/um-or/fjarmal/upprunaabyrgdir

Kær kveðja.

Eiríkur Hjálmarsson (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 08:55

2 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Sæll Eiríkur

Ertu þá að segja meðr að það sé verið að versla með falsa pappíra á oppnum markaði?

Fyrir mér er þetta svipað og ef við setjum upp kerfi þar sem upprunavotorð fyrir framleiðsluvöru ganga í kaupumm og sölu, tökum dæmi:

Ég fraleiði bíla í úkraínu, það er dálítíð erfitt að selja bílanna þar sem fólk er með slæma reynslu af Úkraínskum bílum, til að bjarga því þá kaup í bara nokkur upprunavottorð af þískum bílafraleiðenda og sel bílanna sem þýska, einfallt ekki satt, sú staðreynd að þjóðverjin þarf að plata nokkra bíla inná sína viðskiðtavinu með úkranískt (vá hvernig begir maður þetta orð?) upprunavottorð hjálpar ekki þeim sem keipti ónýtan Úkranískan bíl undir því yfirskini að um þýska framleiðslu sé að ræða.

Mér er alveg nákvæmlega sama hvað þið kallið þetta, ég kalla þetta skjalafals.

Sigurður Ingi Kjartansson, 20.11.2013 kl. 16:15

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka svarið Eiríkur sem eg átta mig alls ekki á hverju þú ert að svara. Er svo að skilja að Orkuveitan reki kjarnorkuver og þá vísa eg í upplýsingarnar sem fylgdu viðskiptauppgjöri ykkar til mín?

Annars finnst mér rétt að benda öllum á að lesa yfir það sem skrifað hefur verið og ekki senda án þess að texti sé leiðréttur og hann sé skiljanlegur venjulegu fólki.

Guðjón Sigþór Jensson, 20.11.2013 kl. 16:29

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

„Uppruni raforku OR eftir orkugjöfum árið 2012: Endurnýjanleg orka 66%, jarðefnaeldsneyti 19%, kjarnorka 15%. Birt skv. reglugerð 757/2012“.

Það er kristaltært samkvæmt þessu að allar hugmyndir um sölu á grænni vistvænni orku til Englands um sæstreng eru andvana fæddar. 

Ágúst H Bjarnason, 21.11.2013 kl. 22:38

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er sammála þér Ágúst, mér finnst þetta vægast sagt tortryggilegar upplýsingar að Orkuveita Reykjavíkur telji sig framleiða 15% af raforku sinni með kjarnorku. Hvar það eða þau kjarnorkuver eru veit eg ekki hvort sem er utanlands eða innan? Er OR að stunda einhvern blekkingarleik?

Guðjón Sigþór Jensson, 22.11.2013 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband