19.11.2013 | 17:31
Á að mismuna fólki?
Eg minnist Rafns sem eins af áhugasömustu kennurum gamla Iðnskólans þar sem leiðir okkar lágu saman í um áratug. Hann var ætíð mikið fyrir að hugsa vel um heilsuna en öryggismál og vinnuvernd var m.a. kennslugreina hans sem honum var falið að upplýsa ungdóminn og verðandi iðnaðarmenn.
Það er ákaflega dapurlegt þegar sparnaðarleiðir á vegum þess opinbera eru þrautreyndar og látnar bitnar á þeim sem síst skyldi. Kynslóð Rafns hefur skilað sínu til þjóðarbúsins og það er því til mikils vansa ef ekki er unnt vegna einhvers óverulegs sparnaðar að skera niður þjónustu til eldri borgaranna.
Nú gæti eg vel trúað að Rafn riti nýjan kafla um þessa reynslu sína. Rafn er mjög góður penni og hefur náð góðum árangir en hefur verið allt of lítillátur. Hann hefur alltaf verið mikill lífslistamaður og notið þess að vera innan um gott fólk, samstarfsmenn sem aðra.
Jafnframt að senda Rafni mínar bestu kveðjur þá hvet eg borgaryfirvöld og reyndar öll yfirvöld að huga betur að hagsmunum eldri borgaranna. Þeir láta því miður allt of mikið yfir sig ganga en hafa ekki jafnmikla burði að verja sína hagsmuni gegn yfirgangi og misneytingu eins og sjá má af fjárhagslegum samskiptum hjúkrunarheimilsins Eirar við marga af skjólstæðingum sínum.
Einstaklingur eins og Rafn vill ábyggilega lifa sem lengst í eigin húsnæði meðan heilsa leyfir. Og yfirvöld skulu virða vilja borgaranna og reyna að styðja þá sem best og mest.
Góðar stundir.
Ætti ekki að gjalda þess að líða vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.11.2013 kl. 00:37 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fer eftir hvern þú spyrð. Mér hefur sýnst að mörgu fólki finnist að fólki eigi að vera mismunað, á þeim forsendum að það sé þess kynþáttar eða kyns.
Það er kallað "jákvæð mismunun." Það er kerfi til þess að fá ekki besta manninn (kvikyndi af tegundinni homo sapiens) heldur besta manninn af viðeigandi lit eða kyni. Sem býður sig fram.
Mismunun er vinsæl, hefur alltaf verið.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.11.2013 kl. 17:41
Skil ekkert í þessari röksemdarfærslu fremur en hvítt geti verið svart. Eg hef bréf upp á það frá staðgengli umboðsmanns Alþingis að aðalatriði geti orðið að aukaatriði og aukaatriði að aðalatriði.
Svona röksemdir voru fyrrum nefnd rökleysa.
Guðjón Sigþór Jensson, 20.11.2013 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.