Eru sakarefni ekki alveg ljós?

Ekki er kunnugt um að þjóðhöfðingjar eða furstar hafi verið stefnt fyrir dómstól til að bera vitni í sakamáli nema ætla má að þeir séu jafnframt sakaðir um hlutdeild í saknæmum verknaði annarra. Telja verjendur sakborninga að vitnisburður þessa manns skipti sköpum þegar allar staðreyndir liggja fyrir? Vita þeir hvaða kostnaður fylgi vitnastefnu sem þessari og geti haft einhver áhrif á úrslit málsins? Og hver skal borga nauðsynlega öryggisgæslu sem erlendur fursti færi ábyggilega fram á?

Mjög sennilegt að allar upplýsingar og staðreyndir liggja frammi í þessu máli sem allt bendir til að hafi verið n.k. leikrit sem sett var upp í örvæntingarfullri viðleytni að efla hag Kaupþings og bæta traust á honum. Nú liggur fyrir hvernig útlánastefnan var. Hún reyndist vera byggð meira og minna á sandi og ekki var nokkur leið að koma í veg fyrir hrun bankans. Þegar einn breskur braskari var kominn með 46% af útlánasafninu án tilskyldra trygginga eða veða, þá gat bankinn ekki staðist. Ljóst var þegar komið var framyfir áramótin 2007-08 var bankanum ekki bjargað nema með einhverjum hókus pókus. Og nú virðast þessir menn ekkert hafa vitað og vissu þeir allt eða máttu vita um það sem almenningur og venjulegir hluthafar gátu ekki aflað sér upplýsinga.

Mjög sennilegt er að niðurstaða héraðsdóms leiði til sakfellingu enda hafa saksóknarar unnið mjög ítarlega vinnu og hafa sýnt fram á að sök ákærðu er augljós. 

 


mbl.is Fjarvera Al-Thani skapar óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Að mínu áliti eru sakarefni alveg ljós og fullkomlega búið að gera grein fyrir þeim í greinargerð ríkissaksóknara.

Leikrit er rétta orðið, því allt fór leynt, jafnvel leiðandi menn fyrirtækisins vissu ekki um atburðarás, þar sem himinháar fúlgur fjár fóru í ferðalag út úr húsi bankans.

Þetta er auðvitað alveg skelfilegt, en hvað dýrir og flottir verjendur geta gert, það á eftir að koma í ljós.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 14.11.2013 kl. 14:47

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ansi er eg hræddur um að Erni Clausen hefði ekki fundist þessi málatilbúnaður verjanda vera nógu sannfærandi. Oft hvatti hann sakaða menn að viðurkenna brot sín skilyrðislaust, engin vörn væri í málinu. Þær ættu að vinna sem mest með lögreglunni og þá væri grundvöllur fyrir að krefjast vægustu refsingar.

Eiginlega skiptir það samfélagið ekki máli að þessir ákærðu menn verði dæmdir í harða refsingu. hyggilegra er að refsingin verði í þágu samfélagsins en þeir sviptir rétti að starfa við fjármál til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi þeirra á því sviði sem þeir voru á kafi í.

Við getum skoðað dóminn yfir Geir Haarde sem var dæmdur í mjög væga refsingu, kannski meira til málamyndana og að hann var sakfelldur fyrir aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins. Engum var akkur í að dæma hann til þungrar refsingar og sennilega má hann vel við una að ekki hafi Landsdómur talið sekt hans meiri.

Guðjón Sigþór Jensson, 16.11.2013 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband