Evran lifir

Sennilega er Greenspan með umdeildari seðlabankastjórum BNA. Hann fylgdi kenningunni að bandaríkjadalurinn væri allt að því eilífur og aldrei þyrfti að kvíða neinu. Á embættistíma hans hélt óreiðan í fjármálum BNA áfram og í dag er þetta orðinn þvílíkur óskapnaður að enginn virðist sjá neina leið út úr ógöngunum nema stórfelld skattlagning eða gegndarlaus niðurskurður.

Það er því úr hörðustu átt að Greenspan gagnrýni evruna sem hefur verið í mikillri samkeppni við bandaríkjadalinn. Þó svo að opinber fjármál ríkja í Suður-Evrópu sé ekki upp á marga fiska, þá stendur ríki mið Evrópu vel og sama má segja um Norðurlöndin utan Íslands en ekki er mikil von að núverandi stjórnvöld þoki neinu áfram.

Gagnrýni Greenspan gengur út á að ríki Evrópu séu mörg. Mætti benda þessum sama Greenspan á að BNA er samband 51 ríkis (Puertó Rico er síðasta ríkið). Þau eiga öll sitt fylkisþing, stjórn og fjármál, rétt eins og ríki Evrópu. 


mbl.is Evran lifir ekki af án eins ríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var svo sem auðvitað að vörn INNLIMUNARSINNA yrði að skjóta sendiboðann.  Því ekki hafa þeir neitt málefnalegt.....

Jóhann Elíasson, 10.11.2013 kl. 13:41

2 identicon

Las þetta viðtal við Greenspan

Ekkert svosem stórathugavert við það sem Greenspan segir annað en að hann gefur sér að öll ríki í Evrópusambandinu eigi að geta notað sama gjaldmiðil.

Hins vegar er Evru-konseptið í dag ekki byggt á því að ríki standi á bak við hana, heldur að þeir sem noti hana fylgi ákveðnum skilmálum (Maastricht-skilyrði) um efnahagslegan stöðuleika þegar þeir taka Evru upp og að þeir stefni áfram að þeim stöðuleika innan Evru-samstarf. Þeir sem ekki geta uppfyllt þessi skilyrði eiga auðvitað ekki að vera með Evru þótt þeir séu í ESB. Gott dæmi um þetta er Bretland sem á í stórum hluta viðskiptasambands utan Evru-svæðis og er sjálft með sterkan alþjóðlegan gjaldmiðil. Annað dæmi er Grikkland en þeir áttu aldrei að fara inn í svæðið á sínum tíma enda uppfylltu þeir aldrei skilyrðin fyrir því.

Með því að slíta peningastefnuna frá ríkisfjármálum með evru hefur að mínu mati verið gerður sterkur leikur tikl að takmarrka völd stjórnmálamanna að leysa efnahgsvandamál með gengisfellingum/peningaprentun í stað þess að tekið sé til heima fyrir.

Í samanburði við Dollarann og Pundið hefur Evran reynst sterkari gjaldmiðill (þarf ekki annað en að bera saman kross-gengið undanfarin áratug til að sjá það). Þau Evru-lönd sem hafa aðlagað sinn efnahag að Evrunni hefur farnast vel, þau sem hafa ekki gert það hafa lent í erfiðleikum.

Það að prenta peninga og fella gengið í kreppu (í stað þess að hagræða) hefur ekki reynst góð aðgerð nema að því leyti að redda atvinnustiginu tímabundið. En til langtíma litið mun slíka stefna alltaf tapa fyrir hagsýni. Freistingarnar hafa verið til staðar , en hingað til hafabjörgunarpakkar verið fjármagnaðir með framlögum/lánum  sterkari ríkja til hinna -veikari í stað peningaprentunar og gengisfellingar sbr. USA og Ísland. Aukið peningamagn í innlendri mynt sýnir falskan hagvöxt og gengisfelling er bara aukaskattur á allt þjóðfélagið.

Það er reyndar atvinnuleysi líka en allavegana er sá vandi sýnilegri og líklegra að tekið verði á.

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 14:39

3 identicon

Ómálefnalegt álit, án alls rökstuðnings, manns sem kom af stað einni alvarlegustu fjármálakreppu sem heimurinn hefur séð er bara brandari. Og það hve einangrunarsinnar kokgleypa trúboðinu gagnrýnislaust lýsir bara málefnaþurrð og örvæntingu í þeirra röðum.

Ufsi (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 16:24

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Greenspan er í raun ekki að segja efnislega annað en forystumenn Evrópusambandsins sjálfir hafa margoft sagt undanfarin ár eins og fjöldi annarra. Barroso síðast í stefnuræðu sinni í september. Eitt ríki sé nauðsyn til að tryggja framtíð sambandsins. En þegar Greenspan segir það sama er farið í manninn en ekki boltann. Óneitanlega athyglisvert.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.11.2013 kl. 18:13

5 identicon

Greenspan gengur lengra, meðan Barroso talar "aðeins" um "póltískan" samruna , þá vill Greenspan meina að efnahagslegur samruni allra Evrópusambandsríkja sé (líka?) nauðsynlegur.

Slíkt fæli hins vegar í sér sameiginleg fjárlög, skattastefnu (upp að ákveðnu marki) og rúsínan í pylsuendanum sameiginlega (Evru)-skuldabréfaútgáfu. Hef ekki séð neinn hljómrunn fyrir þesu nema hjá einstökum harðlínu Evrópusinnum og fjárfestum sem vilja lána á suðurevrópskum vöxtum með norðurevrópskri ábyrgð. Sem betur fer vilja flestir Evrópusinnar ekki slíka útfærslu. Enda myndi það minnka töluvert samkeppni landanna innan EU og gera svæðið sem slíkt einsleitara. Í stað Maastricht-ákvæða yrði að koma einhverskonar útgjaldaþak (skuldaþak) á heildina með óljósri heimild til hækkunar (yrði aldrei lækkað ef meirihlutinn fengi að ráða).

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband