Ópraktískir bílar

Í Bandaríkjunum kostar bensínlítrinn tæpan dollar. Hér er bensínlítrinn tvöfalt dýrari. Þessir skúffubílar eru mjög eyðslufrekir og því ekki mjög praktískt að hafa þá sem einkabíla. Hinsvegar geta bændur og hestamenn haft meiri not af bílum sem þessum þar sem þarf að flytja fyrirferðamikla hluti eins og girðingaefni, heyrúllur og þ.h.

Venjulegur borgari lætur sér venjulegan skutbíl sem getur flutt töluvert. Þeir eru fremur eyðslulitlir miðað við þessa stóru sterkbyggðu skúffubíla. Þessir stóru bílar eru mjög óæskilegir í þéttbýli, erfitt er að leggja þeim í bílastæði enda töluvert stærri en bílastæðin.

Því miður eru allmargir sem líta á bíla sem stöðutákn. Þeir eru eins og margir í Bandaríkjunum sem huga lítt að umhverfi og mengun. Þeim finnst í lagi að aka um á allt of stórum bílum bara af því að það er svo gaman!

Rekstur bíla hefur alltaf verið mikill. Venjulegt fólk hugsar mikið um hvernig launin duga og þetta er lúxús sem ekki allir geti leyft sér. 


mbl.is Reglur hamla innflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er hvorki þitt né skriffinna innan ESB að segja fólki fyrir verkum varðandi það hvaða bíla það eigi að kaupa. Þetta er því fáránlegt inngrip.

Helgi (IP-tala skráð) 9.11.2013 kl. 15:41

2 identicon

Þó myndin með fréttini sé af stórum Amerískum pallbíl þá á reglugerðin eins við um litla bíla. Það nægir að hvarfakútur eða öryggisbelti sé ekki CE merkt til að stöðva innflutning. Þannig verða jafnvel margir stórir bílar fluttir áfram inn en einhverjir smærri bílar detta út. Reglugerðin hefur ekkert með stærð eða eyðslu að gera. Reglugerðin snýst um staðla.

Ufsi (IP-tala skráð) 9.11.2013 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband