Engin praktísk markmið

Læknar telja umskurð ekki vera í neinu samræmi við heilbrigðisástandið eins og það er í dag. Fyrrum var e.t.v. unnt að rökstyðja umkurð drengja við bætt heilbrigði en í dag er það af og frá.

Hér er fyrst og fremst um trúarlega táknlega athöfn að ræða sem tengd er fyrst og fremst Gyðingum.

Það er mjög sérkennilegt að Gyðingar halda dauðahaldi við mjög fornar trúarhefðir eins og engu megi breyta m.a. með meiri þekkingu og tækni. hins vegar eru þeir mjög nútímalegir þegar um hernað er að ræða. Væru Gyðingar sjálfir sér samkvæmir væru þeir á móti notkun nútíma vopna en bogar og örvar, spjót, sverð og valslöngur þau vopn sem her Ísraela ættu að vera búnir.

það er í fleiru en í hernaði sem Gyðingar þyrftu að aðlaga samfélag sitt að nútímanum. Þeir gætu lært ótalmargt af kristninni sem hefur gengið vel upp og var fyrst fundið upp fyrir nær 2000 árum. Hvers vegna hafa þeir ekki aðlagað sig betur þeim sjónarmiðum sem koma fram í Nýja testamentinu? Þar er t.d. ótalmargt sem þeir gætu nýtt sér og bætt sín trúarbrögð. 

Við skulum ekki gleyma að úr Gyðingdómi hafa sprottið kristnin og múhameðstrú svo ótrúlegt sem það kann að hljóma. En svo er og ekki unnt að ganga fram hjá þeim staðreyndum. 

Við eigum að halda okkur við banni við umskurði hvort sem er drengja eða meyja. Umskurður er söguleg staðreynd en er óþörf aðgerð í dag.


mbl.is Leggst gegn banni við umskurði drengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Samkvæmt gyðingatrú er umskurður aldeilis ekki óþörf aðgerð, en það er búið að banna umskurð barna hér á landi og þar við situr. Enda er bannið til þess að vernda börn sem sakir æsku sinnar hafa ekki tök á að verja sig sjálf.

Flottur punktur, þetta með hernaðinn

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 6.11.2013 kl. 00:23

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað er trú Gyðinga gömul? Sennilega nálægt 3.500 ára gömul. Skyldu framfarir ekki hafa verið töluverðar á þessu tímabili?

Góð húsráð sem voru ágæt fyrir 3.500 eru kannski ekki góð núna. Margt í trúarbrögðunum er ansi fornfálegt og ef Gyðingar væru sjálfum sér samir, þá myndu þeir berjast með bogum, örvum, spjótum, sverðum og valslöngum þegar þeir eru að verjast meintum árásum Palestínumanna.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.11.2013 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband