Skuggar fortíðar

Bylting Pinochets í september 1973 með stuðningi leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA, er einn einkennilegasti, furðulegasti og umdeildasti atburður 20. aldar. Fyrir réttum 40 árum var Kalda stríðið í algleymingi og þótti mörgu einkennilegt að Bandaríkjamenn freistuðust til fyrir tilmæli þeirra sem sáu eftir koparnámum sínum sem Allende forseti Chile þjóðnýtti, að standa að baki byltingu herforingja gegn löglegri ríkisstjórn Chile. Bandaríkjamenn töldu sig á þessum árum vera réttarríki og hafa mannréttindamál í hávegum. Mun enn vera 

Það var að mörgu leyti eðlilegt að gríðarleg gjá myndaðist milli Bandaríkjamanna og Rússa. Í raun var Kalda stríðið afsprengi hagsmunagæslu hergagnaframleiðenda, bæði vestan sem austan hafs. Bandarísk stjórnvöld vildu gjarnan auka hlut bandarískra hergagnaframleiðenda en bæði Kóreustríðið og einkum Víetnamstríðið varð þeim mikil auðsuppspretta vegna framleiðslu gjöreyðingarvopna og annarra vopna hefðbundinna.

Sjálfsagt hefði það verið Bandaríkjamönnum meiri sæmd að leyfa íbúum Chile að þróa áfram samfélag sitt án byltingar. Allende stjórnin gerði ýms mistök, e.t.v. kannski þau stærstu að þjóðnýta koparnámurnar sem bandarískir auðmenn áttu og höfðu bandarísk stjórnvöld meira og minna í vasanum. Og gömul reynsla er að byltingin etur börnin sín en það hafa verið að sannindi frá tímum frönsku stjórnarbyltingarinnar sem hefur verið hrikaleg samfélagsþróun. Í byltingarástandi verða breytingar allt of hraðar og svo fer að yfirvöld á hverjum tíma eiga fullt í fangi að hafa stjórn og yfirsjón á atburðum líðandi stundar. Að lokum snérist franska byltingin gegn þeim róttækustu sjálfum. Byltingarforingjarnir Robespierre og Danton voru leiddir undir fallöxina.

Sennilega verður Richard Nixon talinn vera með verstu skussunum í bandarískri pólitík og þar með alþjóðastjórnmálum. Hann glutraði niður mikilvægu forystuhlutverki Bandaríkjanna sem þau höfðu haft eftir heimsstyrjöldina síðari. Stuðningur hans við herforingjastjórnir átti eftir að draga dilk á eftir sér og stuðla að falli hans.

Og nú eftir 40 ára baráttu eldri borgara sem farið var svívirðilega illa með í septemberbyltingunni í Chile, hafa réttarkröfur hans verið loksins viðurkenndar.

Mikið mætti efla mannréttindi í heiminum öllum hvort sem er vestan eða austan hafs. Ofbeldi borgar sig aldrei. 


mbl.is Fékk bætur fyrir pyntingar Pinochets
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir áhugaverðan pistil, Guðjón.

Menn eins og Howard Zinn og Noam Chomsky myndu sennilega segja að stuðningur CIA with Pinochet hafi ekki verið mjög einkennilegur eða furðulegur. Bara „business as usual." Þú lýkur greininni með því að segja „Ofbeldi borgar sig aldrei." Er er það ekki sorgleg staðreynd að það borgar sig oft?

Wilhelm Emilsson, 3.11.2013 kl. 23:56

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekkert að þakka! Öllum er hollt að huga sem best að samtíð sinni.

Því miður er svo að margir eru svo uppteknir við að koma ár sinni betur fyrir borð og þá oft á kostnað annarra. Gildir einu hvort það sé hér á landi eða erlendis.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2013 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 243411

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband