Forræðishyggja?

Einkennilegt er að einn aðalfulltrúi braskaranna á Íslandi vari Norðmenn við húsnæðisbraski. Mætti Bjarni líta sér nær og ætti að gera sér ljóst hvaða braskhugmyndir Engeyjarættin hefur á prjónunum með hliðsjón af nýjum og umdeildum Bessastaðavegi um Garðahraun/Gálgahraun.

Ekki er Bjarni að vara Íslendinga við en þykir sjálfsagt að skjótast til Noregs og aðvara þar.

Nú er þessi ríkisstjórn á kafi í forræðishyggju:

við máttum ekki fá nýja og nútímalegri stjórnarskrá,

við megum ekki treysta efnahag okkar með inngöngu í Evrópusambandið,

við eigum að fá gamaldags náttúruverndarlög,

við megum ekki skattleggja útgerð og hátekjufólk,

og við verðum að sitja uppi með þessa ríkisstjórn, vonandi ekki til eilífðarnóns. 


mbl.is Bjarni varar Norðmenn við bólumyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eigum við að fara á hundavaði yfir Engeyjarættina og skoða hvað hæft er í því sem vinstri menn segja?

Vinstri menn ættu að dást að Engeyjarættinni því hún sker sig úr að einu leiti. Hún er kennd við ættmóður en það mun sjaldgæft eins og alþjóð veit.

Nefnum til sögunnar Guðrúnu Pétursdóttur sem var dóttir Ólafar Snorradóttur frá Engey og Péturs Guðmundssonar frá Skildingarnesi í Reykjavík.

Þau hjón voru útvegsbændur í Engey og dóttir þeirra hét Guðrún og mun hafa verið langamma Bjarna Benediktssonar eldri. Guðrún þótti fögur snót og sagt er að hún hafi átt ellefu vonbiðla sem hún hafnaði en tók bónorði Kristins Magnússonar sem var bátasmiður. Sá eini af börnum þeirra sem komst á legg hét Pétur og eignaðist hann dóttur sem skírð var Guðrún.

Guðrún var móðir þeirra bræðra Bjarna, Péturs og Sveins Benediktssona og faðir þeirra Benedikt starfaði sem bókavörður Landskjalasafnins.

Augljóst er að synir bókavarðar fá varla mikla forgjöf, en nefna má að Guðrún móðir þeirra bræðra var kvenskörungur mikill og hafði metnað fyrir eigin hönd og sinna barna. Hún var líka mikil hugsjónakona og barðist mjög fyrir kvenréttindum. Fimmtán ára tók hún þátt í að stofna "Hið íslenska kvenfélag" sem síðar varð "Kvenrétindafélag Íslands" og formaður Mæðrastyrktarnefndar um árabil, greinilega góð kona sem hugsaði mjög um annarra hag.

Ef við skoðum synina þrjá þá voru þeir allir dugnaðarmenn sem þurftu að vinna fyrir sér sjálfir. Pétur varð bankastjóri eftir að hafa starfað í utanríkisþjónustunni, Sveinn umsvifamikill í útgerð og Bjarni eyddi lunga starfsæfinnar í pólitík.

Greinilegt er að Engeyjarættin er engin elíta og lítið virðist um snobb þar á bæ. Þekkt er að afkomendur Guðrúnar hafa oftar en einu sinni mægst við krata, ekki bendir það til elítu.

Haraldur Haraldsson, 3.11.2013 kl. 17:24

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Haraldur fyrir samantektina. Jú Engeyjarættin er merk fyrir margra hluta sakir, þú gleymir auðvitað forföðurnum, Kristni Magnússyni en hann var sjógarpur mikill og skipasmiður. Smíðaði hann marga báta og seglskútur. Voru þau með svonefndu „Engeyjar„-lagi og þóttu afburða skip.

Ef slegið er upp Engey þá kemur upp m.a. frá Wikipedeu:

„Engey er næststærsta eyjan á Kollafirði á eftir Viðey. Þar er nú viti sem var reistur árið 1902 en áður fyrr var búið í eynni og var þar oft margbýli. Elstu heimildir um byggð í Engey eru í Njálu. Í eynni var kirkja frá 1379 til 1765. Eyjan varð hluti af Reykjavík árið 1978.

Á 19. öld voru skipasmiðir úr Engey þekktir og svokallað Engeyjarlag á bátum varð algengasta bátalagið um allan Faxaflóa. Fremstur þessara skipasmiða var Kristinn Magnússon, sem smíðaði 220 skip og báta á árunum 1853-1875. Hann þróaði einnig seglabúnað sem varð almennur á Faxaflóasvæðinu og stundaði þilskipaútgerð í félagi við Geir Zoëga og fleiri. Búið var í eynni til 1950. Öll hús í eynni voru brennd árið 1966, enda þá grautfúin og að falli komin.

Við eyjuna er kennd Engeyjarættin, afkomendur Snorra Sigurðssonar ríka, sem bjó mjög lengi í eynni og lést þar hátt á níræðisaldri árið 1841. Til hennar heyrir til dæmis Bjarni Benediktsson, sem var forsætisráðherra frá 1963 til 1970, Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi ráðherra.

Nokkrar hernaðarminjar eru í Engey en á árum heimsstyrjaldarinnar síðari voru þar reist virki til að verja innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn. Þar er meðal annars neðanjarðarstjórnstöð. Minjarnar þar eru betur varðveittar en víða annars staðar vegna þess að eyjan fór í eyði fljótlega eftir að stríðinu lauk.

Í sveig út frá suðurodda eyjarinnar liggur langt sker, Engeyjarboði, sem sjór rétt flýtur yfir á fjöru. Ljósbauja gegnt Reykjavíkurhöfn merkir enda boðans“.

Hér er mikill fróðleikur samankominn. Nú mun ekki eitt einasta eintak vera til af þessum merku bátum með þessu lagi en á Þjóðminjasafni var lengi vel til líkan af skipi.

Má vísa í bloggsíðu skipasmiðs: http://bibb.blog.is/blog/bibb/entry/303375/

Örfáar leiðréttingar í færslu þinni Haraldur: Benedikt Sveinsson var bókavörður við Landsbókasafn en ekki Þjóðskjalasafn. Sveinn sonur hans varð umdeildastur meðal þeirra bræðra og skar sig úr. Hann var verksmiðjustóri síldarverksmiðju á Siglufirði og þótti nokkuð harðdrægur. Hann lenti í mjög hörðu karpi við verkalýðsfélagið og hvarf formaður þess, Guðmundur Skarphéðinsson allt í einu. Aldrei varð upplýst hvernig dauða hans bar að höndum, hvort hann hafi framið sjálfsmorð eða honum hafi verið styttur aldur. Af þessu urðu deilurnar enn magnaðri sem enduðu með því að Sveinn varð að flýja suður. Synir hans tveir hafa þótt verið nokkuð harðdrægir í viðskiptum rétt eins og faðirinn, Benedikt faðir Bjarna formanns Sjálfstæðisflokksins og Einar sem var um tíma forstjóri Sjóvá.

Ættfræðin er vægast sagt viðsjárverður pyttur að lenda í. Það er unnt að lækna menn af brennivíni en af ofuráhuga af ættfræði þekkist engin lækning.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.11.2013 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband