Forgangsverkefni öðrum fremur

Tækjakaup fyrir Landspítala eru mjög brýn. Óvíða eru tækin jafnfornaldarleg og á Landspítala Íslands og verður að öllum líkindum að fara suður fyrir Alpafjöll ef ekki handan við Miðjarðarhafið að sjá fornfálegri tæki. Viðhaldið gengur út á að leita með sífellt meiri fyrirhöfn eftir varahlutum en fyrir löngu er hætt að framleiða þá.

Hvað myndi fólk segja ef það væri beðið um að koma með heimilstölvuna með sér ef það þarf að leita þjónustu Landspítala vegna þess að tölvurnar eru orðnar gamlar og úreltar. Flóknari og dýrari tæki sem mega ekki bila, eru löngu komin á tíma. Þessi sluksháttur hefur leitt af sér miklar tafir og vannýtingu á mannskap sem ekkert er of mikill fyrir.

Landspítalinn á að vera forgangsverkefni öðrum fremur. Ráðamenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins töluðu fjálglega um hátæknihús fyrir áratug þegar til stóð að selja Landssímann. Fyrir þá fjármuni átti m.a. að byggja „hátæknisjúkrahús“, leggja Sundabraut og guð má vita hvað, en ekkert varð af þessu. Hvorki „lágtæknihús“ sem ætti að vera auðveldara verkefni en  „hátæknisjúkrahús“. Og af Sundabraut fara engar sögur af en þegar var talað mikið um þá samgöngubraut var rætt um að ekki síðar en 2006 myndu landsmenn aka eftir henni. Núna hefur ekki einn einasti metri verið lagður og bíður sennilega langa hríð. Í staðinn er lögð ofuráhersla að leggja veg um Garðahraun/Gálgahraun undir lögregluvernd svo að Engeyjarættin geti grætt á lóðasölu í Garðabæ.

Svona er Ísland í dag! Stjórnmálamenn fara mikið í loforðaflaumi sem þeir sennilega gera sér fyllilega grein fyrir að verða aldrei efnd. En það má lofa og ljúga gegn betri vitund til að næla sér í aukaatkvæði og brosa svo á tvíræðan hátt framan í þjóðina eins og þeir félagar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson gerðu sameiginlega svo eftirminnilega í vor sem leið. Var þetta tvíræða bros kannski sem var best undirbúið í stjórnarmyndunarviðræðunum þeirra á milli?


mbl.is Boðar fjárveitingu til tækjakaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband