Leyniþjónusta BNA trompar STASI

Á dögum kalda stríðsins var alræmdasta leyniþjónusta starfandi í Austur Þýskalandi og nefndist Stasi. Þessi leyniþjónusta var ásamt landamæraeftirliti DDR stærstu atvinnurekendur þar eystra, allstór hluti þjóðarinnar var í vinnu við að njósna um nágrannann.

Nú er komið upp að STASI komst ekki með tærnar þar sem leyniþjónusta Bandaríka Norður Ameríku er með hælana. Og þeim er ekkert heilagt ekki einu sinni sjálfur páfinn sem sennilega verður síðastur allra grunaður um hermdarverkastarfsemi.

Venjulegu fólki finnst einkenninileg að unnt sé að veita morð fjár í svona dellu. Meðan ekki er unnt að reka heilbrigðisþjónustu fyrir alla í BNA þá er hægt að reka einhverja dellustarfsemi eins og leyniþjónustu! 

Það sem STASI lét eftir sig eru himinháir haugar upplýsinga um nánast hvað sem venjulegur borgari Austur Þýskalands aðhafðist á dögum kommúnismans. Enginn var óhultur fyrir þessum óþverra. En nú er eins og þeir STASI menn séu eins og fermingardrengir miðað við þá stórtæku leyniþjónustumenn BNA.

Nú var þýska kanslaranum Angelu Merkel nóg um. Hún ólst upp í þessu einkennilega og vægast sagt óeðlilega umhverfi þar sem STASI var með nefið niðri í hvers manns koppi. Og eðlilegt er að enni verði orðfall yfir ósvífninni.

Og maðurinn sem fletti ofan af þessu öllu saman er núna í felum í skjóli Rússa. Mér finnst eðlilegt að þessi hugaði maður sem hefur upplýst gjörvalla heimsbyggðina hvað er um að vera í henni veröld. Leyniþjónustumenn BNA vilja sjálfsagt hafa hendur í hári hans, færa í tukthús, pynta og rekja úr honum allar garnir áður en hann verði krossfestur. Það hafa yfirvöld gert við þá sem njóta engra borgaralegra réttinda, eru „persona non grata“ eins og kommúnisminn skilgreindi slíka menn. Nú virðist sem leyniþjónusta BNA vera að taka við hlutverki kommúnismans, STASI og hvað svo sem allur þessi hryllingur nefnist.

Mætti biðja um meira ljós, meiri upplýsingu í það daglega myrkur forheimskunnar sem okkur er ætlað að lifa í!  


mbl.is Fullyrðir að páfinn hafi verið hleraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband