Er sæstrengur blindgata?

Í Fréttablaðinu í dag, 31.10. er á bls. 28 grein 2ja verkfræðinga, þeirra Valdimars K. Jónssonar og Skúla Jóhannssonar sem þeir nefna „Sæstrengurinn“. Í greininni vara þeir eindregið við mikillri bjartsýni sem þeir telja Landsvirkjun og fleiri aðila í samfélaginu fylgja. Benda þeir á gríðarlega áhættu varðandi lagningu og rekstur sæstrengja en vegalengdin frá Suðaustur Íslandi til Skotlands er um 1000 km. Tvímenningarnir spyrja eðlilega margra spurninga sem eru í algjörri óvissu eins og t.d. hvaða aðili eigi að leggja og reka sæstrenginn og þá gríðarlegu rekstraráhættu sem fylgir sæstreng sem þessum. Benda þeir á að vel kann að fara að rekstraröryggið sé ekki meira en svo að strengurinn geti verið laskaður mánuðum saman.

Þeir Valdimar og Skúli benda á gríðarlegan kostnað sem er varlega áætlaður 2 milljarðar evra auk byggingu nýrra virkjana og rafmagnslína frá virkjunum að sæstreng. Áætla þeir kostnaðinn nema um 720 milljarða og að árlegur rekstrarkostnaður gæti numið 10% eða 72 milljasrðar. „Til að setja þetta í samhengi, þá er áætlað að tónlistarhúsið Harpa hafi kostað 27 milljarða ISK. Árlegur kostnaður sæstrengs jafngildir því byggingarkostnaði á tæplega þremur stórhýsum eins og Hörpu“, segja þeir í grein sinni.

Mættu ráðmenn athuga betur og ígrunda þessi mál áður en tekin er vafasöm ákvörðun sem kann að reynast kolröng. 


mbl.is Ekki nóg að horfa bara á tekjuhliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Fínt hjá þér að vekja athygli á þessari grein.

Hugmyndir sæstrengssinna eru byggðar á sandi og óskhyggju. Það furðulega við þetta allt saman er að forstjóri LV skuli ekki átta sig á því að sæstrengur sem þessi mun ekki virka þrátt fyrir að vera sprenglærður. HA þarf að fara enda ræður hann ekki við starfið. Svona langur sæstrengur hefur aldrei verið lagður þannig að hér yrði lagt út í mikla óvissuferð ef af yrði.

Vonandi jarðar þessi grein þessar fáránlegu skýjaborgir. Menn þurfa að snúa sér að raunverulegri uppbyggingu hér til að slá á atvinnuleysið. Einbeitum okkur að raunhæfum möguleikum.

Helgi (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 15:31

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekkert að þakka Helgi, mín er ánægjan.

Nú hefur Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar bent á að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar hefur ekki verið ásættanleg.

Sennilega er sæstrengur til Skotlands enn áhættusamari.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.11.2013 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband