30.10.2013 | 13:59
Jón Gnarr með skástu borgarstjórunum
Lengst af hafa borgarstjórar í Reykjavík verið pólitískir. Fyrsti ópólitíski borgarstjórinn var Egill Skúli Ingibergsson sem var ráðinn af fyrsta meirihlutanum 1978. Hann var ráðinn eins og hver annar framkvændarstjóri í fyrirtæki og reyndist hann vel. Á hans dögum var ráðist í gríðarlegar hitaveituframkvæmdir þegar Hitaveita Reykjavíkur færði þjónustusvæði sitt til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Þessar framkvæmdir voru ákveðnar vegna mjög mikillra hækkana á olíu sem var aðallega notuð til húshitunar í þessum sveitarfélögum. Þessi ákvörðun var hápólitísk en skynsöm enda borgðai þessi framkvæmd sig á skömmum tíma. Að vísu var bókhaldslega séð gríðarlegar hækkanir á skuldaliðum HJitaveitunnar vegna framkvæmdanna en jafnskjótt og notendum fjölgaði skilaði mikið fé inn í sjóði Hitaveitunnar. Veturinn 1981-82 voru skuldir Hitaveitunnar ásamt sprungunum við Rauðavatn aðalkosningamalið hjá Davíð Oddssyni sem vann stórsigur í kosningunum vorið 1982. Þá settist í stól borgarstjóra Reykjavíkur sennilega einn pólitískasti borgarstjóri Reykvíkinga sem fyrst og fremst gætti hagsmuna meirihluta Sjálfstæðisflokksins.
Næsti ópólitíski borgarstjórinn var Þórólfur Árnason. Hann lagði áherslu á að vera borgarstjóri allra Reykvíkinga og það sama má segja um Jón Gnarr sem fyrst og fremst var að sækjast eftir vel launuðu starfi sem hann þyrfti ekkert of mikið að hafa fyrir. Og hann varð að ósk sinni og hefur gegnt þessu starfi með mikillri prýði.
Jón Gnarr hefur vakið athygli víða fyrir frjálsa framkomu og skemmtilegar uppákomur sem að vísu falla ekki öllum í geð, sérstaklega virðulegum borgurum sem eru viðkvæmir fyrir ýmsu sem öðrum þykir sjálfsagt.
Nú hlýtur að hlakka í forystusauðum Sjálfstæðisflokksins sem sjá fram á betri tíma. Þessi staurblinda foringjablinda er skelfileg. Þeir líta á borgarstjóra sinn sem yfirmann fyrirgreiðslupólitíkur og að betur verði unnt að koma ár sinni fyrir borð.
Þá er ólíklegt að allir búi við sama borð.
Jón Gnarr hættir í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef aðeins helmingurinn er sannur af því sem að Sjallar halda nú fram að þá er 220.000 dýrara að búa í borg Jóns en var, N.B. á ári. (Sjallar segja 440.000).
Munum svo að umfjöllunin nú um Jón er vel hugsað pólitískt plott til að hæfa umræðuna um tveggja stafa tölu hækkanir á gjaldskrám borgarinnar.
Eitthvað held ég að myndi heyrast ef að Halli Bæjó myndi hækka svo hressilega á okkur Mosa-búa og þá fyrir það eitt að hann (Halli) er Sjalli.
Óskar Guðmundsson, 30.10.2013 kl. 16:28
Ég vil þakka Jóni Gnarr. Ég vill þakka honum fyrir að hætta og gera skömm þeirra Reykvíkinga sem komu honum til valda meiri en orði er. Gs
Guðlaugur (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 22:21
Óskar: Nú treysti eg mér ekki að meta þessar tölur enda ekki með neinn aðgang að þeim.
Guðlaugur: Allir mega hafa skoðanir og það má til sanns færa að hætta beri góðum leik þá hæst stendur. En sennilega er Jón Gnarr með einlægustu borgarstjórum, hann hefur ekki verið í stríði við neinn né farið í dýrar og afdrifaríkar framkvæmdir. Þannig að hann hefur verið fremur ódýr í rekstri sem aðrir stjórnmálamenn mættu taka sér til fyrirmyndar.
Guðjón Sigþór Jensson, 30.10.2013 kl. 23:14
Hvað kostuðu hengibrýrnar yfir Geirsnefin. Var kanski notað vegafé frá ríkinu og því hægt að halda því fram að þær kostuðu ekkert. 300 millur í að gera ekkert í gatnagerð. Mikið afrek það.
Karl Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2013 kl. 14:48
Talið er að ódýrari gerð brúa hefði verið unnt að velja. En þessi tegund brúa er ekki enn til á Íslandi og arkitektarnir sem fengu verkefnið hafa unnið vel.
Þessar brýr setja svip á umhverfið og þó svo þær hafi kostað aðeins meira þá er þetta ekki eins og einn keppur í sláturtíðinni?
Guðjón Sigþór Jensson, 2.11.2013 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.